Myndlistarsjóður

Tilkynningar

01.12.2020

Íslensku myndlistarverðlaunin 2021

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021. Verðlaunin verða veitt í fjórða skipti í febrúar 2021 og hægt er að tilnefna til miðnættis 7. janúar. Myndlistarráð stendur að verðlaununum sem hafa þann tilgang að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi. Verðlaununum er ætlað að stuðla að kynningu … Sjá meira

17.09.2020

Seinni úthlutun úr Myndlistarsjóði 2020

Myndlistarráð úthlutar 22 millj. kr. í styrki til 74 verkefna í seinni úthlutun sjóðsins 2020. Sjóðnum bárust 171 umsókn og sótt var um í sjóðinn fyrir rúmlega 124 millj. kr. Styrkir til sýningarverkefna eru 37 talsins að heildarupphæð 12,4 kr., þar af fara 21 styrkir til minni sýningarverkefna og 16 styrkir til stærri sýningarverkefna. Stærsta … Sjá meira

19.08.2020

Form fyrir lokaskýrslur

Form fyrir lokaskýrslu má nú finna á  https://eydublod.is/  en þar er hægt að finna viðeigandi form vegna nýtingu verkefnastyrks úr myndlistarsjóði frá 2018 – 2020 Greinagerð vegna verkefnastyrks má finna hér  Þú velur viðeigandi form fyrir greinagerðina sem þú vilt opna og skráir þig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Upplýsingar um Íslykil eða rafræn skilríki … Sjá meira

09.07.2020

Opið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð. Umsóknarfrestur er til miðnættis 20. ágúst 2020. Um er að ræða seinni úthlutun úr sjóðnum á árinu en úthlutað verður í septembermánuði. Veittir verða styrkir í fimm flokkum og eru þeir eftirfarandi: Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni sýningarverkefna allt að 500.000 kr.Styrkir til stærri sýningarverkefna, útgáfu-/rannsóknarstyrkir allt að 2.000.000 … Sjá meira

26.05.2020

Sérúthlutun úr Myndlistarsjóði

Myndlistarsjóður hefur úthlutað styrkjum að upphæð 500.000 kr. til 110 listamanna. Alls bárust 413 umsóknir frá 387 aðilum. Samkvæmt þingsályktun er um sérstakt tímabundið átak að ræða til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Myndlistarráði var falið að úthluta fé til átaksverkefna á sviði myndlistar og sá ráðið um úrvinnslu umsókna.  … Sjá meira

23.04.2020

Sérstök úthlutun Myndlistarsjóðs vegna Covid19

Samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru hefur Myndlistarsjóði verið falið að úthluta fé til átaksverkefna á sviði myndlistar. Auglýst er eftir styrkjum til verkefna á sviði myndlistar. Veittir verða verkefna og launastyrkir til einstaklinga, sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði … Sjá meira