Myndlistarsjóður

Tilkynningar

27.03.2017

Fyrri úthlutun 2017

FYRRI ÚTHLUTUN ÚR MYNDLISTARSJÓÐI 2017 Myndlistarráð úthlutar 18 millj. kr. í styrki til 50 verkefna í fyrri úthlutun sjóðsins á þessu ári. Sjóðnum bárust 121 umsókn og sótt var um alls 101,2 millj. kr. Stóru verkefnastyrkirnir að þessu sinni eru átján talsins og eru þeim veittar samtals 10.610 þús. kr. en sá flokkur er stærstur … Sjá meira

06.02.2017

Opið fyrir umsóknir í Myndlistarsjóð

Opið er nú fyrir umsóknir í Myndlistarsjóð, umsóknarfrestur stendur til 27. febrúar næstkomandi, en úthlutað verður í marsmánuði. Veittir verða styrkir í fimm flokkum, en þeir eru:

Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni sýningarverkefna allt að 500.000 kr.
Styrkir til stærri sýningarverkefna, útgáfu-/rannsóknarstyrkir og aðrir styrkir allt að 2.000.000 kr.
Í hlekknum hér fyrir neðan má líta umsóknina í heild sinni:


Sjá hér

07.12.2016

SEINNI ÚTHLUTUN ÚR MYNDLISTARSJÓÐI 2016

Myndlistarráð úthlutar 13.050.000 krónum í styrki til 41 verkefnis í seinni úthlutun Myndlistarsjóðs á árinu. Sjóðnum bárust 128 umsóknir og var sótt um alls 97,5 milljónir.

Stóru verkefnastyrkirnir að þessu sinni eru sautján talsins og fara þangað 6,65 m.kr. en flokkurinn er stærsti flokkur sjóðsins líkt og í fyrri úthlutunum; þar af eru fimm einkasýningar bæði hérlendis og erlendis og ellefu samsýningar. Að auki hljóta tíu myndlistarmenn styrk í flokki minni sýningarverkefna að heildarupphæð 2,5 m.kr., átta styrkir að heildarupphæð 2,6 m.kr. fara til útgáfu- og rannsókna, 1,3 m.kr er veitt til undirbúnings verkefna og annarra styrkja.

22.09.2016

FYRRI ÚTHLUTUN ÚR MYNDLISTARSJÓÐI 2016

Nýtt myndlistarráð úthlutar 15 milljónum í styrki til 39 verkefna í fyrstu úthlutun Myndlistarsjóðs á árinu. Sjóðnum bárust 131 umsókn og var sótt um alls 100,9 milljónir. Stóru verkefnastyrkirnir að þessu sinni eru þrettán talsins og fara þangað 7,2 m.kr. en flokkurinn er stærsti flokkur sjóðsins líkt og í fyrri úthlutunum; þar af eru átta … Sjá meira

14.04.2016

Nýtt myndlistarráð tekur til starfa

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýtt myndlistarráð sem tekur til starfa í vikunni. Myndlistarráð er skipað til þriggja ára í senn og sitja eftirfarandi í ráðinu: Margrét Kristín Sigurðardóttir, skipuð af ráðherra án tilnefningar, Guðni Tómasson, tilnefndur af Listfræðafélagi Íslands, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Huginn Þór Arason, tilnefnd af Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Steinar Örn Atlason … Sjá meira

14.03.2016

Ársskýrsla myndlistarráðs 2015

Myndlistarráð, sem tók til starfa 2013, hefur á skipunartíma sínum unnið að greiningu á starfsumhverfi myndlistar á Íslandi. Fundað var með fólki innan fagsins og haldið málþing um starfshumhverfi myndlistar í samvinnu við ráðuneyti mennta– og menningarmála. Áhersla var lögð á að skilgreina umfang fagsins og varpa ljósi á mikilvægi myndlistar fyrir samfélagið. Samantekt þessarar … Sjá meira