Myndlistarsjóður

FYRRI ÚTHLUTUN ÚR MYNDLISTARSJÓÐI 2016

Nýtt myndlistarráð úthlutar 15 milljónum í styrki til 39 verkefna í fyrstu úthlutun Myndlistarsjóðs á árinu. Sjóðnum bárust 131 umsókn og var sótt um alls 100,9 milljónir. Stóru verkefnastyrkirnir að þessu sinni eru þrettán talsins og fara þangað 7,2 m.kr. en flokkurinn er stærsti flokkur sjóðsins líkt og í fyrri úthlutunum; þar af eru átta einkasýningar bæði hérlendis og erlendis og fimm samsýningar. Að auki hljóta tíu myndlistarmenn styrk í flokki minni sýningarverkefna að heildarupphæð 2,8 m.kr., þrettán styrkir að heildarupphæð 4,1 m.kr. fara til útgáfu- og rannsókna, 0,5 m.kr er veitt til undirbúnings verkefna og 0,4 m.kr. fara í flokkinn aðrir styrkir.

Hlutverk Myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem menntamálaráðherra setur. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun.

Eftirfarandi verkefni hljóta styrki úr sjóðnum 2016:

Styrkir til útgáfu og rannsókna

 • Minningarsjóður Ragnars Kjartanssonar, 600.000, Minning um myndlist, Útisýningar á Skólavörðuholti 1967-1972
 • Safnasafnið, 600.000, Sýnisbækur safneignar  I & II
 • ART nord / Ásdís Ólafsdóttir, 500.000, Sérhefti ARTnord um íslenska samtímamyndlist
 • Kolbrún Þóra Löve / Neptún Magazine 04, 300.000, Neptún Magazine 04
 • Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, 300.000, Listvísi – Málgagn á myndlist, 6.tbl. 4.árg. 2016
 • Berglind Ágústsdóttir, 200.000, the party i fell in love
 • Olga Bergmann, 250.000, Hvarfpunktur – Vanishing Point
 • Thomas Pausz, 200.000, Hybrid Allotment Project
 • Anna Líndal, 250.000, Small Signals
 • Magnús Sigurðarson, 250.000, Athöfn I Yfirskyn – Katalókur
 • Guðrún Kristjánsdóttir, 250.000, Landrit
 • Helga Páley Friðþjófsdóttir, 200.000, Drawing X to X
 • Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, 200.000, 1.h.v. Inga – Ívar

 

Undirbúningsstyrkir

 • Sigríður Björg Sigurðardóttir, 250.000, Svið
 • Unnar Örn J. Auðarson, 250.000, Kortlagning Óeirðar • Typology of Unrest
 • Sigríður Þóra Óðinsdóttir, 400.000, plan B

 

Styrkir til minni sýningarverkefna

 • Gunnhildur Hauksdóttir, 400.000, Five Drawings
 • Páll Haukur Björnsson, 400.000, Feðralambið Fórnarveldið
 • Steinunn Gunnlaugsdóttir, 400.000, Krankleikarnir
 • Gunnar Jónsson, 300.000, 4 horn á sjó
 • Gunndís Ýr Finnbogadóttir,  300.000, Reasons to Perform
 • Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, 250.000, sýning í Harbinger
 • Hildigunnur Birgisdóttir, 250.000, Meðvirkni
 • Erna Elínbjörg Skúladóttir, 200.000, Of Transformation
 • Þórdís Aðalsteinsdóttir, 150.000, Einkasýning í Taiwan
 • Arnar Ásgeirsson, 150.000, Weekender Amsterdam

 

Styrkir til stærri sýningarverkefna

 • Stiftelsen Pro Artibus, 1.000.000, By Water – Icelandic Artists on the Shores of Finland
 • The Center for Contemporary Art, Tel Aviv, 800.000, Ragnar Kjartansson: Architecture and Morality
 • Hildur Bjarnadóttir, 600.000, Einkasýning á Kjarvalsstöðum
 • Hafnarborg, 600.000, Egill Sæbjörnsson – sýning í aðalsal
 • Elín Hansdóttir, 600.000, UPPBROT – Ásmundur Sveinsson & Elín Hansdóttir
 • Ásdís Sif Gunnarsdóttir, 600.000, Tálsýn í Þoku
 • Anna Líndal,500.000, Infinte Next
 • Nýlistasafnið, 400.000, Rolling Line
 • Gerðarsafn, 600.000, SkúlptúrSkúlptúr#2
 • Ósk Vilhjálmsdóttir, 400.000, Landnám / Lendur
 • Sara Björnsdóttir, 400.000, Flaneur – aimlessly walking the city
 • Helgi Þórsson, 400.000, Benelúx Flautan
 • Birgir Snæbjörn Birgisson, 300.000, Von