Myndlistarsjóður

SEINNI ÚTHLUTUN ÚR MYNDLISTARSJÓÐI 2016

SEINNI ÚTHLUTUN ÚR MYNDLISTARSJÓÐI 2016

Myndlistarráð úthlutar 13.050.000 krónum í styrki til 41 verkefnis í seinni úthlutun Myndlistarsjóðs á árinu. Sjóðnum bárust 128 umsóknir og var sótt um alls 97,5 milljónir.

Stóru verkefnastyrkirnir að þessu sinni eru sautján talsins og fara þangað 6,65 m.kr. en flokkurinn er stærsti flokkur sjóðsins líkt og í fyrri úthlutunum; þar af eru fimm einkasýningar bæði hérlendis og erlendis og ellefu samsýningar. Að auki hljóta tíu myndlistarmenn styrk í flokki minni sýningarverkefna að heildarupphæð 2,5 m.kr., átta styrkir að heildarupphæð 2,6 m.kr. fara til útgáfu- og rannsókna, 1,3 m.kr er veitt til undirbúnings verkefna og annarra styrkja.