Seinni úthlutun úr myndlistarsjóði 2019
Nýskipað myndlistarráð úthlutar 21,6 millj. kr. í styrki til 68 verkefna í síðari úthlutun sjóðsins á þessu ári. Sjóðnum bárust 142 umsóknir og sótt var um alls 99,8 millj. kr. Styrkir til sýningarverkefna eru 45 talsins að heildarupphæð 14,7 millj.kr., þar af fara 28 styrkir til minni sýningarverkefna og 17 styrkir til stærri sýningarverkefna. … Sjá meira