Sérúthlutun úr Myndlistarsjóði
Myndlistarsjóður hefur úthlutað styrkjum að upphæð 500.000 kr. til 110 listamanna. Alls bárust 413 umsóknir frá 387 aðilum. Samkvæmt þingsályktun er um sérstakt tímabundið átak að ræða til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Myndlistarráði var falið að úthluta fé til átaksverkefna á sviði myndlistar og sá ráðið um úrvinnslu umsókna. … Sjá meira