Myndlistarsjóður

Opið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð

Opið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð

Opið er nú fyrir umsóknir í Myndlistarsjóð, umsóknarfrestur stendur til 20. ágúst næstkomandi, en úthlutað verður í september mánuði. Veittir verða styrkir í fimm flokkum, en þeir eru: Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni sýningarverkefna allt að 500.000 kr. Styrkir til stærri sýningarverkefna, útgáfu-/rannsóknarstyrkir og aðrir styrkir allt að 2.000.000 kr. Í hlekknum hér fyrir neðan má … Sjá meira

Fyrri úhlutun úr myndlistarsjóði 2018

Myndlistarráð úthlutaði 22 millj. kr. í styrki til 55 verkefna í fyrri úthlutun sjóðsins á þessu ári. Sjóðnum bárust 171 umsókn og sótt var um alls 151,8 millj. kr.   Styrkir til sýningarverkefna voru 37 talsins að heildarupphæð 15,4 millj.kr., þar af fóru 13 styrkir til minni sýningarverkefna og 22 styrkir til stærri sýningarverkefna. Stærsta … Sjá meira

Íslensku myndlistarverðlaunin 2018

Sigurður Guðjónsson er Myndlistarmaður ársins 2018   Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, afhenti Íslensku myndlistarverðlaunin í fyrsta skipti í Listasafni Reykjavíkur fimmtudaginn 22. febrúar. Sigurður Guðjónsson var valinn Myndlistarmaður ársins fyrir sýninguna Innljós, í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði á vegum Listasafns ASÍ.   Í umsögn dómnefndar kemur fram: Dómnefndin tilnefnir Sigurð Guðjónsson Myndlistarmann … Sjá meira

Opið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð

Opið er nú fyrir umsóknir í Myndlistarsjóð, umsóknarfrestur stendur til 15. febrúar næstkomandi, en úthlutað verður í marsmánuði. Veittir verða styrkir í fimm flokkum, en þeir eru: Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni sýningarverkefna allt að 500.000 kr. Styrkir til stærri sýningarverkefna, útgáfu-/rannsóknarstyrkir og aðrir styrkir allt að 2.000.000 kr. Í hlekknum hér fyrir neðan má líta umsóknina … Sjá meira

Íslensku myndlistarverðlaunin

Myndlistarráði er sönn ánægja að kynna Íslensku myndlistarverðlaunin. Verðlaunin verða í fyrsta skipti afhent í febrúar næstkomandi og opnað hefur verið fyrir tilnefningar. Það er Myndlistarráð sem stendur að verðlaununum sem hafa þann tilgang að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi. Verðlaununum er ætlað að stuðla að kynningu … Sjá meira

Seinni úthlutun úr myndlistarsjóði 2017

Myndlistarráð úthlutaði 17 millj. kr. í styrki til 34 verkefna í seinni úthlutun Myndlistarsjóðs á þessu ári. Sjóðnum bárust 84 umsóknir og sótt var  alls um 63,6 millj. kr.   Styrkir til sýningarverkefna voru 25 talsins að heildarfjárhæð 2,24 millj.kr., þar af fóru 14 styrkir til minni sýningarverkefna og 11 styrkir til stærri sýningarverkefna. Stærstu … Sjá meira

Nýtt myndlistarráð tekur til starfa

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýtt myndlistarráð sem tekur til starfa í vikunni. Myndlistarráð er skipað til þriggja ára í senn og sitja eftirfarandi í ráðinu: Margrét Kristín Sigurðardóttir, skipuð af ráðherra án tilnefningar, Guðni Tómasson, tilnefndur af Listfræðafélagi Íslands, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Huginn Þór Arason, tilnefnd af Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Steinar Örn Atlason … Sjá meira

Ársskýrsla myndlistarráðs 2015

Myndlistarráð, sem tók til starfa 2013, hefur á skipunartíma sínum unnið að greiningu á starfsumhverfi myndlistar á Íslandi. Fundað var með fólki innan fagsins og haldið málþing um starfshumhverfi myndlistar í samvinnu við ráðuneyti mennta– og menningarmála. Áhersla var lögð á að skilgreina umfang fagsins og varpa ljósi á mikilvægi myndlistar fyrir samfélagið. Samantekt þessarar … Sjá meira