Myndlistarsjóður

Skipun myndlistarráðs 2022 – 25

Skipun myndlistarráðs 2022 – 25

Gerð hefur verið opinber skipun menningar- og viðskiptamálaráðherra í nýtt myndlistarráð sem tekur til starfa nú síðsumars. Skipunartímabil nefndarmanna er til þriggja ára í senn, eða til 30. júní 2025. Fyrsta verkefni ráðsins verður að sjá um síðari úthlutun úr myndlistarsjóði á árinu og er umsóknarfrestur til 22. ágúst. Auk þess að sjá um úthlutun … Sjá meira

Opið er fyrir umsóknir í myndlistarsjóð

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 22. ágúst 2022. Um er að ræða seinni úthlutun úr sjóðnum á árinu en úthlutað verður í septembermánuði. Veittir verða styrkir í þrem flokkum og eru þeir eftirfarandi: Undirbúningsstyrki – Undirbúningsstyrkir eru veittir til undirbúnings og þróunar viðamikilla verkefna sem síðar geta sótt um styrk til framkvæmdar. Sýningarverkefni – Styrkir til sýningarverkefna. … Sjá meira

Fyrri úthlutun úr myndlistarsjóði 2022

Myndlistarráð úthlutar 47 milljónum í styrki til 85 verkefna í fyrri úthlutun sjóðsins. Sjóðnum bárust 198 umsóknir og sótt var um fyrir rúmum 221 milljónum. Styrkir til sýningarverkefna eru 57 talsins að heildarupphæð 29.140.000 kr. Þar að auki veitir myndlistarráð 9 undirbúningsstyrki að heildarupphæð 5.640.000 kr. og í flokki útgáfu-, rannsókna- og aðrir styrkir eru … Sjá meira

Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson hlutu myndlistarverðlaun ársins 2022

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson hlutu Myndlistarverðlaun ársins 2022fyrir sýninguna Vísitasíur í Listasafninu á Akureyri.  Í umsögn dómnefndar kemur fram „Sýningin er afrakstur margra ára rannsóknarverkefnisins Ísbirnir á villigötum sem þau hafa unnið í samvinnu við sérfræðinga á sviði þjóðfræði, náttúru- og umhverfisfræði. Verkefnið snýst um að auka þekkingu á tengslum dýra, manna og umhverfis á tímum … Sjá meira

Kristján Guðmundsson hlýtur Heiðursviðurkenningu myndlistarráðs 2022

Myndlistarráð veitir nú í annað sinn Heiðursviðurkenningu fyrir ævistarf auk þess veitir myndlistarráð þrjár aðrar viðurkenningar, en þær eru; viðurkenning fyrir útgefið efni, auk viðurkenninga fyrir áhugaverðasta endurlitið og samsýningu ársins.  Í umsögn Myndlistarráðs kemur fram: „Þegar litið er yfir rúmlega fimm áratuga feril Kristjáns er ljóst að gildi verka hans felst fyrst og fremst … Sjá meira

Tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2022

Íslensku myndlistarverðlaunin eru veitt í tveimur flokkum: Myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. Myndlistarráð stendur nú í fimmta skipti að úthlutun Íslensku myndlistarverðlaunanna en markmiðið er að heiðra íslenska myndlistarmenn, eða myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi, og vekja athygli á því sem vel er gert jafnframt því að hvetja til nýrrar listsköpunar.   EFTIRFARANDI MYNDLISTARMENN ERU … Sjá meira

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 14. febrúar 2022. Um er að ræða fyrri úthlutun úr sjóðnum á árinu en úthlutað verður í marsmánuði. Veittir verða styrkir í þrem flokkum og eru þeir eftirfarandi: Undirbúningsstyrki – Undirbúningsstyrkir eru veittir til undirbúnings og þróunar viðamikilla verkefna sem síðar geta sótt um styrk til framkvæmdar. Sýningarverkefni – Styrkir til sýningarverkefna. … Sjá meira

Íslensku myndlistarverðlaunin 2022

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2022. Verðlaunin verða veitt í fimmta skipti í mars 2022 og hægt er að tilnefna til miðnættis 7. janúar. Myndlistarráð stendur að verðlaununum sem hafa þann tilgang að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi. Verðlaununum er ætlað að stuðla að kynningu … Sjá meira

Seinni úthlutun úr myndlistarsjóði 2021

Myndlistarráð úthlutar 43 milljónum í styrki til 59 verkefna í seinni úthlutun sjóðsins. Sjóðnum bárust 163 umsóknir og sótt var um fyrir rúmum 141 milljónum. Styrkir til sýningarverkefna eru 35 talsins að heildarupphæð 25 milljónir. Þar að auki veitir myndlistarráð 9 undirbúningsstyrki að heildarupphæð 5 milljónir og í flokki útgáfu- og rannsóknarstyrkja eru 15 verkefni … Sjá meira

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 23. ágúst 2021. Um er að ræða seinni úthlutun úr sjóðnum á árinu en úthlutað verður í septembermánuði. Veittir verða styrkir í þrem flokkum og eru þeir eftirfarandi: Undirbúningsstyrki – Undirbúningsstyrkir eru veittir til undirbúnings og þróunar viðamikilla verkefna sem síðar geta sótt um styrk til framkvæmdar. Sýningarverkefni – Styrkir til sýningarverkefna. … Sjá meira