Myndlistarsjóður

Sumarlokun skrifstofu

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa myndlistarsjóðs er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8 – 30 júlí. Umsækjendum er bent á frekari upplýsingar og leiðbeiningar vegna umsóknarforms á heimasíðu sjóðsins hér. The office of the Visual Arts Fund is closed due to summer holidays from the 8th to the 30th of July. Applicants to the Visual Arts Fund can … Sjá meira

Fyrri úthlutun úr myndlistarsjóði 2021

Myndlistarráð úthlutar 40 milljónum í styrki til 87 verkefna í fyrri úthlutun sjóðsins á þessu ári. Sjóðnum bárust 261 umsókn og sótt var um fyrir rúmum 274 milljónum alls. Umtalsverð aukning var á umsóknum eða 44% aukning á milli ára.   Styrkir til sýningarverkefna eru 58 talsins að heildarupphæð 25 milljónir. Þar að auki veitir … Sjá meira

Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá hlaut Heiðursviðurkenningu 2021

Í fyrsta skipti veitti myndlistarráð Heiðursviðurkenningu ásamt viðurkenningu fyrir útgefið efni sem talið er hafa mikilvægt gildi fyrir kynningu og rannsóknir á íslenskri myndlist. Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá hlaut Heiðursviðurkenningu fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar. Í umsögn Myndlistarráðs kemur fram: „Með íhugulum verkum sínum hefur hún vakið okkur til umhugsunar um siðferðileg álitamál í fortíð og nútíð og … Sjá meira

Libia Castro og Ólafur Ólafsson hlutu Myndlistarverðlaun ársins 2021

Libia Castro og Ólafur Ólafsson hlutu Myndlistarverðlaun ársins 2021fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús og á götum úti við Stjórnarráð og Alþingi Íslands, 3. október 2020 í samstarfi við Listahátíðina Cycle og Listahátíð í Reykjavík.   Í umsögn dómnefndar kemur fram: „Tvíeykið Libia Castro (f. 1970) og Ólafur Ólafsson (f. … Sjá meira

Tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021

Íslensku myndlistarverðlaunin eru veitt í tveimur flokkum: Myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. Myndlistarráð stendur nú í fjórða skipti að úthlutun Íslensku myndlistarverðlaunanna en markmiðið er að heiðra íslenska myndlistarmenn, eða myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi, og vekja athygli á því sem vel er gert jafnframt því að hvetja til nýrrar listsköpunar. Eftirfarandi myndlistarmenn eru … Sjá meira

Opið er fyrir umsóknir í myndlistarsjóð 2021

Umsóknarfrestur er til miðnættis 18. febrúar 2021. Um er að ræða fyrri úthlutun úr sjóðnum á árinu en tilkynnt verður um úthlutun styrkja í marsmánuði. Veittir verða styrkir í þrem flokkum en þeir eru eftirfarandi: Undirbúningsstyrkir Styrkir til sýningarverkefna Aðrir styrkir, þar á meðal útgáfu- og rannsóknarstyrkir Myndlistarsjóður getur veitt allt að 70% af áætluðum heildarkostnaði … Sjá meira

Íslensku myndlistarverðlaunin 2021

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021. Verðlaunin verða veitt í fjórða skipti í febrúar 2021 og hægt er að tilnefna til miðnættis 7. janúar. Myndlistarráð stendur að verðlaununum sem hafa þann tilgang að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi. Verðlaununum er ætlað að stuðla að kynningu … Sjá meira

Seinni úthlutun úr Myndlistarsjóði 2020

Myndlistarráð úthlutar 22 millj. kr. í styrki til 74 verkefna í seinni úthlutun sjóðsins 2020. Sjóðnum bárust 171 umsókn og sótt var um í sjóðinn fyrir rúmlega 124 millj. kr. Styrkir til sýningarverkefna eru 37 talsins að heildarupphæð 12,4 kr., þar af fara 21 styrkir til minni sýningarverkefna og 16 styrkir til stærri sýningarverkefna. Stærsta … Sjá meira

Form fyrir lokaskýrslur

Form fyrir lokaskýrslu má nú finna á  https://eydublod.is/  en þar er hægt að finna viðeigandi form vegna nýtingu verkefnastyrks úr myndlistarsjóði frá 2018 – 2020 Greinagerð vegna verkefnastyrks má finna hér  Þú velur viðeigandi form fyrir greinagerðina sem þú vilt opna og skráir þig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Upplýsingar um Íslykil eða rafræn skilríki … Sjá meira

Opið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð. Umsóknarfrestur er til miðnættis 20. ágúst 2020. Um er að ræða seinni úthlutun úr sjóðnum á árinu en úthlutað verður í septembermánuði. Veittir verða styrkir í fimm flokkum og eru þeir eftirfarandi: Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni sýningarverkefna allt að 500.000 kr.Styrkir til stærri sýningarverkefna, útgáfu-/rannsóknarstyrkir allt að 2.000.000 … Sjá meira