Myndlistarsjóður

Seinni úthlutun úr myndlistarsjóði 2019

Seinni úthlutun úr myndlistarsjóði 2019

Nýskipað myndlistarráð úthlutar 21,6 millj. kr. í styrki til 68 verkefna í síðari úthlutun sjóðsins á þessu ári. Sjóðnum bárust 142 umsóknir og sótt var um alls 99,8 millj. kr.   Styrkir til sýningarverkefna eru 45 talsins að heildarupphæð 14,7 millj.kr., þar af fara 28 styrkir til minni sýningarverkefna og 17 styrkir til stærri sýningarverkefna. … Sjá meira

Skipun myndlistarráðs 2019 – 22

Gerð hefur verið opinber skipun mennta- og menningarmálaráðherra í nýtt myndlistarráð sem tekur til starfa nú síðsumars. Skipunartímabil nefndarmanna er til þriggja ára í senn, eða til 30. júní 2022. Fyrsta verkefni ráðsins verður að sjá um síðari úthlutun úr myndlistarsjóði á árinu og er umsóknarfrestur til 20. ágúst. Auk þess að sjá um úthlutun … Sjá meira

Opið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð og er umsóknarfrestur til miðnættis 20. ágúst. Um er að ræða seinni úthlutun úr sjóðnum á árinu en úthlutað verður í septembermánuði. Veittir verða styrkir í fimm flokkum og eru þeir eftirfarandi: Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni sýningarverkefna allt að 500.000 kr. Styrkir til stærri sýningarverkefna, útgáfu-/rannsóknarstyrkir allt að … Sjá meira

Fyrri úthlutun úr Myndlistarsjóði 2019

Myndlistarráð úthlutaði 22 millj. kr. í styrki til 62 verkefna í fyrri úthlutun sjóðsins á þessu ári. Sjóðnum bárust 199 umsóknir og sótt var um alls 142,9 millj. kr.   Styrkir til sýningarverkefna voru 46 talsins að heildarupphæð 16 millj.kr., þar af fóru 24 styrkir til minni sýningarverkefna og 22 styrkir til stærri sýningarverkefna. Stærsta … Sjá meira

Eygló Harðardóttir er myndlistarmaður ársins

Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, afhenti Íslensku myndlistarverðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó fimmtudaginn 21. febrúar. Eygló Harðardóttir var valin Myndlistarmaður ársins fyrir sýninguna Annað rými, Nýlistasafninu. Í umsögn dómnefndar kemur fram: Eygló Harðardóttir (f. 1964) hlýtur Myndlistarverðlaun ársins 2019 fyrir sýninguna Annað rými í Nýlistasafninu sem bar titil sinn með rentu. Með verkum sem … Sjá meira