Myndlistarsjóður

Fyrri úthlutun 2023

Fyrri úthlutun 2023

Fyrri úthlutun myndlistarsjóðs ársins er lokið. Í þessari lotu úthlutar myndlistarráð 32 milljónum og var þeim veitt til 61 verkefnis víðsvegar á landinu og erlendis. Sjóðnum bárust 274 umsóknir, sem er tæplega 80 umsóknum fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Sótt var um styrki fyrir rúmlega 330 milljónum króna. Í fyrri úthlutun myndlistarsjóðs … Sjá meira

Handhafar Íslensku myndlistarverðlaunanna 2023

Aðalverðlaunin féllu í skaut Hrafnkels Sigurðssonar fyrir sýninguna Upplausn í Auglýsingahléi Billboard, í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Y gallerí.  Í umsögn dómnefndar kemur fram: Árið 2022 sáu allir Reykvíkingar þegar óræðar hreyfimyndir birtust á 450 skjáum úti um alla borg, í strætóskýlum og á stórum auglýsingaskiltum. Á skjáunum birtust síbreytilegar þokur sem mynduðu stundum … Sjá meira

Tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2023

Þann 16. mars næstkomandi verða Íslensku myndlistarverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan 2018 og hafa skipað sér mikilvægan sess í menningarlandslaginu. Markmið verðlaunanna er að heiðra íslenska myndlistarmenn eða myndlistamenn sem búsettir eru á Íslandi og vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar en … Sjá meira

Opið fyrir umsóknir – Applications open

(ENG below) Umsóknarfrestur fyrri úthlutunar úr myndlistarsjóði árið 2023 er til kl. 16:00 mánudaginn 20. febrúar. Hlutverk myndlistarsjóðs er að veita verkefnastyrki til undirbúnings verkefna og til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna. Hámarksupphæð styrkja getur verið allt að 3.000.000 kr. en lágmarksupphæð ekki undir 300.000 kr. Myndlistarsjóður veitir allt að 70% af áætluðum heildarkostnaði verkefna … Sjá meira

Opnað fyrir tilnefningar

Íslensku myndlistarverðlaunin verða veitt í sjötta skipti í mars 2023. Eins og áður óskar myndlistarr´áð eftir tilnefningum. Veitt verða tvenn verðlaun: Myndlistarmaður ársins og Hvatningarverðlaun ársins. Tilnefndu hér til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2023. Frestur til að tilnefna rennur út á á miðnætti mánudaginn 9. janúar. Myndlistarráð stendur að Íslensku myndlistarverðlaununum og eru þau veitt í nafni ráðsins. Markmið … Sjá meira

Auglýst eftir útgáfum frá 2022

Myndlistarráð veitir árlega Íslensku myndlistarverðlaunin og veitir á sama tíma viðurkenningu fyrir útgefið efni, áhugaverðustu samsýninguna og áhugaverðasta endurlitið. Markmið verðlaunanna er að heiðra íslenska myndlistarmenn, eða myndlistamenn sem búsettir eru á Íslandi, og vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar. Af því tilefni kallar myndlistarráð eftir útgáfum  frá árinu 2022 … Sjá meira

Seinni úthlutun úr myndlistarsjóði 2022

Myndlistarsjóður hefur lokið við seinni úthlutun fyrir árið 2022. Sjóðnum bárust 162 umsóknir og alls var sótt um tæplega 150 milljónir króna. Úthlutað var að þessu sinni 47 milljónum króna til 69 fjölbreyttra verkefna í formi undirbúnings, rannsókna, útgáfu og sýninga. Árangurshlutfall umsókna var að meðaltali 31% og hægt var að sækja um 70% af … Sjá meira