Myndlistarsjóður

Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson hlutu myndlistarverðlaun ársins 2022

Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson hlutu myndlistarverðlaun ársins 2022

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson hlutu Myndlistarverðlaun ársins 2022fyrir sýninguna Vísitasíur í Listasafninu á Akureyri.  Í umsögn dómnefndar kemur fram „Sýningin er afrakstur margra ára rannsóknarverkefnisins Ísbirnir á villigötum sem þau hafa unnið í samvinnu við sérfræðinga á sviði þjóðfræði, náttúru- og umhverfisfræði. Verkefnið snýst um að auka þekkingu á tengslum dýra, manna og umhverfis á tímum … Sjá meira

Kristján Guðmundsson hlýtur Heiðursviðurkenningu myndlistarráðs 2022

Myndlistarráð veitir nú í annað sinn Heiðursviðurkenningu fyrir ævistarf auk þess veitir myndlistarráð þrjár aðrar viðurkenningar, en þær eru; viðurkenning fyrir útgefið efni, auk viðurkenninga fyrir áhugaverðasta endurlitið og samsýningu ársins.  Í umsögn Myndlistarráðs kemur fram: „Þegar litið er yfir rúmlega fimm áratuga feril Kristjáns er ljóst að gildi verka hans felst fyrst og fremst … Sjá meira

Tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2022

Íslensku myndlistarverðlaunin eru veitt í tveimur flokkum: Myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. Myndlistarráð stendur nú í fimmta skipti að úthlutun Íslensku myndlistarverðlaunanna en markmiðið er að heiðra íslenska myndlistarmenn, eða myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi, og vekja athygli á því sem vel er gert jafnframt því að hvetja til nýrrar listsköpunar.   EFTIRFARANDI MYNDLISTARMENN ERU … Sjá meira

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 14. febrúar 2022. Um er að ræða fyrri úthlutun úr sjóðnum á árinu en úthlutað verður í marsmánuði. Veittir verða styrkir í þrem flokkum og eru þeir eftirfarandi: Undirbúningsstyrki – Undirbúningsstyrkir eru veittir til undirbúnings og þróunar viðamikilla verkefna sem síðar geta sótt um styrk til framkvæmdar. Sýningarverkefni – Styrkir til sýningarverkefna. … Sjá meira

Íslensku myndlistarverðlaunin 2022

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2022. Verðlaunin verða veitt í fimmta skipti í mars 2022 og hægt er að tilnefna til miðnættis 7. janúar. Myndlistarráð stendur að verðlaununum sem hafa þann tilgang að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi. Verðlaununum er ætlað að stuðla að kynningu … Sjá meira

Seinni úthlutun úr myndlistarsjóði 2021

Myndlistarráð úthlutar 43 milljónum í styrki til 59 verkefna í seinni úthlutun sjóðsins. Sjóðnum bárust 163 umsóknir og sótt var um fyrir rúmum 141 milljónum. Styrkir til sýningarverkefna eru 35 talsins að heildarupphæð 25 milljónir. Þar að auki veitir myndlistarráð 9 undirbúningsstyrki að heildarupphæð 5 milljónir og í flokki útgáfu- og rannsóknarstyrkja eru 15 verkefni … Sjá meira

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 23. ágúst 2021. Um er að ræða seinni úthlutun úr sjóðnum á árinu en úthlutað verður í septembermánuði. Veittir verða styrkir í þrem flokkum og eru þeir eftirfarandi: Undirbúningsstyrki – Undirbúningsstyrkir eru veittir til undirbúnings og þróunar viðamikilla verkefna sem síðar geta sótt um styrk til framkvæmdar. Sýningarverkefni – Styrkir til sýningarverkefna. … Sjá meira

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa myndlistarsjóðs er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8 – 30 júlí. Umsækjendum er bent á frekari upplýsingar og leiðbeiningar vegna umsóknarforms á heimasíðu sjóðsins hér. The office of the Visual Arts Fund is closed due to summer holidays from the 8th to the 30th of July. Applicants to the Visual Arts Fund can … Sjá meira

Fyrri úthlutun úr myndlistarsjóði 2021

Myndlistarráð úthlutar 40 milljónum í styrki til 87 verkefna í fyrri úthlutun sjóðsins á þessu ári. Sjóðnum bárust 261 umsókn og sótt var um fyrir rúmum 274 milljónum alls. Umtalsverð aukning var á umsóknum eða 44% aukning á milli ára.   Styrkir til sýningarverkefna eru 58 talsins að heildarupphæð 25 milljónir. Þar að auki veitir … Sjá meira

Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá hlaut Heiðursviðurkenningu 2021

Í fyrsta skipti veitti myndlistarráð Heiðursviðurkenningu ásamt viðurkenningu fyrir útgefið efni sem talið er hafa mikilvægt gildi fyrir kynningu og rannsóknir á íslenskri myndlist. Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá hlaut Heiðursviðurkenningu fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar. Í umsögn Myndlistarráðs kemur fram: „Með íhugulum verkum sínum hefur hún vakið okkur til umhugsunar um siðferðileg álitamál í fortíð og nútíð og … Sjá meira