Myndlistarsjóður

Form fyrir lokaskýrslur

Form fyrir lokaskýrslu má nú finna á  https://eydublod.is/  en þar er hægt að finna viðeigandi form vegna nýtingu verkefnastyrks úr myndlistarsjóði frá 2018 – 2020

Greinagerð vegna verkefnastyrks má finna hér 

Þú velur viðeigandi form fyrir greinagerðina sem þú vilt opna og skráir þig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Upplýsingar um Íslykil eða rafræn skilríki má finna á vefsíðu Ísland.is

Reglur um úthlutun styrkja úr myndlistarsjóði.

Myndlistarráð hefur eftirlit með að styrkir séu notaðir til þess, sem getið er í umsóknum. Að verkefni loknu kynnir styrkþegi árangur og niðurstöður fyrir myndlistarráði með skriflegri greinargerð í síðasta lagi þremur mánuðum eftir lok verkefnisins sem styrkurinn var veittur til, eða með áfangaskýrslu nái verkefnið yfir meira en eitt almanaksár.

Í slíkri skýrslu er óskað upplýsinga um:

a) framvindu verkefnis sem hlaut styrk úr myndlistarsjóði, árangur þess og afrakstur,

b) nýtingu styrks, sundurliðun kostnaðar, aðra styrki og tekjur,

c) hvort forsendur verkefnis, markmið, verkáætlun, skipulag og kostnaður hafi breyst og þá hvers vegna.

Lokaskýrsla skal berast myndlistarráði í rafrænu formi í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að verkefninu lýkur, nema um annað sé samið fyrir verklok.

Ef styrkir eru veittir til lengri tíma er skal skila árlegri áfangaskýrslu um framgang verkefnisins.

Heimilt er að krefjast endurgreiðslu hafi verkefni sem hlotið hefur styrk ekki verið unnið í samræmi við umsókn og þau gögn sem styrkveiting var byggð á, hafi verkefnið ekki verið unnið samkvæmt skilmálum sjóðsins eða lokaskýrslu ekki verið skilað innan árs frá áætluðum lokum verkefnis, nema sérstaklega sé sótt um frestun og/eða breytingu vegna verkefnisins.