Forvalslistar dómnefndar Íslensku myndlistarverðlaunanna hafa verið gerðir opinberir.
Fjórir myndlistarmenn eru í forvali til Myndlistarmanns ársins og þrír eru á lista Hvatningarverðlauna
ársins. Alls bárust myndlistarráði um 70 tilnefningar. Af þeim fjölda voru 29 myndlistarmenn tilnefndir
sem Myndlistarmaður ársins og 10 hlutu tilnefningu til Hvatningarverðlauna ársins.
Eftirfarandi myndlistarmenn eru í forvali til Myndlistarmanns ársins:
Eygló Harðardóttir fyrir Annað rými í Nýlistasafninu
Guðmundur Thoroddsen fyrir Snip Snap Snubbur í Hafnarborg
Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Evolvement í Kling og Bang
Steinunn Gunnlaugsdóttir fyrir Litla hafpulsan, Cycle Music & Art – þjóð meðal þjóða
Eftirfarandi myndlistarmenn eru í forvali til Hvatningarverðlauna ársins:
Auður Ómarsdóttir fyrir Stöngin Inn í Kling og Bang
Fritz Hendrik fyrir Draumareglan í Kling og Bang
Leifur Ýmir Eyjólfsson fyrir Handrit í D- sal Listasafns Reykjavíkur
Greint verður frá því hver af þessum fjórum verður titlaður Myndlistarmaður ársins og hver hlýtur
Hvatningarverðlaun ársins á afhendingu Íslensku myndlistarverðlaunanna sem fer fram í IÐNÓ,
fimmtudaginn 21. febrúar kl. 19:30.
Í dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna 2018 sitja:
Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður dómnefndar (Myndlistarráð)
Aðalsteinn Ingólfsson (Listfræðafélag Íslands)
Hanna Styrmisdóttir (fulltrúi safnstjóra íslenskra myndlistarsafna)
Jóhann Ludwig Torfason (Samband íslenskra myndlistarmanna)
Sigurður Guðjónsson (Listaháskóli Íslands)