Myndlistarsjóður

Forvalslistar Íslensku myndlistarverðlaunanna 2020 kynntir

Forvalslistar dómnefndar Íslensku myndlistarverðlaunanna hafa verið gerðir opinberir.
Fjórir myndlistarmenn eru í forvali til Myndlistarmanns ársins og þrír eru á lista Hvatningarverðlauna ársins. Alls bárust myndlistarráði yfir 60 tilnefningar. Af þeim fjölda voru 24 myndlistarmenn tilnefndir sem Myndlistarmaður ársins og 14 hlutu tilnefningu til Hvatningarverðlauna ársins.

Eftirfarandi myndlistarmenn eru í forvali til Myndlistarmanns ársins:

Anna Guðjónsdóttir fyrir Hluti í stað heildar í Listasafni Reykjavíkur.

Guðjón Ketilsson fyrir Teikn í Listasafni Reykjanesbæjar.

Hildigunnur Birgisdóttir fyrir Universal Sugar í Listasafni ASÍ.

Ragnar Kjartansson fyrir Figures in Landscape í i8.

Eftirfarandi myndlistarmenn eru í forvali til Hvatningarverðlauna ársins:

Claire Paugam

Emma Heiðarsdóttir 

Sigurður Ámundason

Greint verður frá því hver af þessum fjórum verður titlaður Myndlistarmaður ársins og hver hlýtur Hvatningarverðlaun ársins á afhendingu Íslensku myndlistarverðlaunanna sem fer fram í IÐNÓ, fimmtudaginn 20. febrúar kl. 19:30. Myndlistarráð stendur einnig fyrir málþingi í formi pallborðs undir yfirskriftinni Íslensk myndlistarstefna sem hefjast mun í Iðnó kl. 18:00.

Í dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna 2020 sitja:

Helgi Þorgils Friðjónsson, formaður dómnefndar (Myndlistarráð)
Kristín Dagmar Jóhannesdóttir (Listfræðafélag Íslands)
Einar Falur Ingólfsson (fulltrúi safnstjóra íslenskra myndlistarsafna)
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir (Samband íslenskra myndlistarmanna)
Jóhannes Dagsson (Listaháskóli Íslands)