Myndlistarsjóður

Fyrri úhlutun úr myndlistarsjóði 2018

Myndlistarráð úthlutaði 22 millj. kr. í styrki til 55 verkefna í fyrri úthlutun sjóðsins á þessu ári. Sjóðnum bárust 171 umsókn og sótt var um alls 151,8 millj. kr.

 

Styrkir til sýningarverkefna voru 37 talsins að heildarupphæð 15,4 millj.kr., þar af fóru 13 styrkir til minni sýningarverkefna og 22 styrkir til stærri sýningarverkefna. Stærsta styrkinn, að upphæð 1,5 millj. kr., hlaut Katrín Sigurðardóttir og bæði Kling og Bang og Myndhöggvarafélagið hlutu styrki til sýninga að upphæð 1 millj. kr. hvor.

 

Þar að auki veitir myndlistarráð 6 undirbúningsstyrki að heildarupphæð 1,8 millj. kr., 11 útgáfu- og rannsóknarstyrki að heildarupphæð 4,4 millj. kr. Tvö verkefni hlutu styrk til annarra verkefna, hvort um sig að upphæð 200 þúsund kr.

 

Hlutverk Myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem menntamálaráðherra setur. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun.

 

Myndlistarráð sem úthlutar að þessu sinni var skipað:

Margréti Kristínu Sigurðardóttir, formanni myndlistarráðs, Guðna Tómassyni f.h. listfræðifélagsins, Dagný Heiðdal f.h. Listasafns Íslands, Guðrúnu Erlu Geirsdóttur f.h. SÍM og Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur f.h. SÍM

 

Eftirfarandi verkefni hljóta verkefnastyrki úr sjóðnum 2018:

Aðrir styrkir
Margrét Weishappel Hús&Hillbilly  200.000
Þóra Sigurðardóttir Vinna á verkstæði Printer´s Proof í Kaupmannahöfn  200.000
 400.000
Undirbúningsstyrkir
Aðalheiður Eisteinsdóttir Hugleiðing um orku, sýning á Listasafninu á Akureyri  300.000
Hanna Styrmisdóttir Þróun útgáfu um ævistarf Magnúsar Pálssonar og rannsóknarverkefnis tengdu listkennsluþættinum í sköpun hans.  500.000
Leifur Ýmir Eyjólfsson Handrit // Einkasýning í sýningarröð D- salar Listasafns Reykjavíkur.  250.000
María Dalberg raft_rift  200.000
Rebecca E. Moran Light_Material Research // 496seconds bookwork  300.000
Þór Elís Pálsson Veggþrykk  250.000
 1.800.000
Útgáfu og rannsóknarstyrkir
Anna Hallin Fangelsið The Prison  400.000
Arnar Ásgeirsson Transmutants and emotional curves  300.000
Dimma ehf. Jóhanna Kristín Yngvadóttir (listaverkabók)  400.000
Hafnarborg Allra veðra von  400.000
Helga Hjörvar DUNGANON; líf og list Karls Einarssonar Dunganons  400.000
Hrafnhildur Arnardóttir Útgáfa bókarinnar ‘From Hair to Eternity / Hár að Eilífu (vinnutitill)’ um listferil Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter  600.000
Jóhanna Bogadóttir Myndlistarbók Jóhönnu Boga  400.000
Kristín Guðnadóttir Að finna listinni samastað í samfélaginu. Saga Félags íslenskra listamanna 1941-2018  500.000
Listasafn Rvk. Haraldur Jónsson  400.000
Listasafn Rvk. Ingólfur Arnarsson  300.000
Skaftfell Tuttugu ára afmælisrit Skaftfells  300.000
 4.400.000
Minni sýningarverkefni
Anna Fríða Jónsdóttir Í þykkasta myrkri  skín bjartasta ljósið  – D-salur – Listasafn Reykjav.  250.000
Baldvin Einarsson Einkasýning – ABC klubhuis-Antwerpen  200.000
Erna Elínbjörg Einkasýning í  Kunsthall, Stavanger, Noregi  100.000
Guðrún Gunnarsdóttir Rætur og flækjur – Spönginni – einkasýning  100.000
Helgi Þórsson Oude Visie – einkasýning í Antwerpen  200.000
Jóhanna Kr. Sigurðardóttir Margoft við sjáum – einkasýning í Hafnarborg  500.000
Karlotta Blöndal  1 maí – verk fyrir Nýlókórinn  200.000
María Dalberg  Suð – D-salur – Listasafn Reykjavíkur  250.000
Níelsdætur, Sigríður Soffía / Helgi Már Hamskipti / Varanleiki vs Augnablik  200.000
Ragna Róberts Milli fjalls og fjöru – einkasýning í Nýló  200.000
Ragnar Jónasson Hold the door – í Glasgow  350.000
Ragnhildur Jóhanns Hugsvif í SÍM  200.000
Unndór Egill jónsson  Spýtu bregður – gallerí Úthverfa  100.000
 2.850.000
Stærri sýningarverkefni
Anna Rún Tryggvadóttir Latent  – einkasýning í  Berlin  400.000
Auður Ómarsdóttir  Einkasýning í Kling og Bang  250.000
Cycle  Cycle 2018 – Gerðarsafni  350.000
Dagrún Aðalsteinsdóttir Professional Amatör –Samsýning í ABC klubhuis, Antwerpen og Kling og Bang  500.000
Djúpavogshreppur Rúllandi snjóbolti/12, Djúpivogur 2018  500.000
Eva Ísleifsdóttir Ofar mannlegum hvötum í Aþenu  100.000
Eygló Harðardóttir Þrjár sýningar –Nýló, 1.h.v og Listasafn Reykanesbæjar  500.000
Gerðarsafn Skúlptúr-Skúlptúr – Gerðasafn  400.000
Haraldur Jónsson Afleiðingar –  Kjarvalstöðum  500.000
Hildigunnur Birgisdóttir Open- sýningarrými  300.000
Kathy Clark Reykjavík Art festival/ Wind and weather gallery  800.000
Katrín Sigurðardóttir Tvíæringur í Sao Paulo  1.500.000
Kling og Bang  Elizabeth Peyton í Kling og Bang  1.000.000
Listasafnið Safnasafnið Sumarsýning í Safnasafninu  500.000
Marta Sigríður Pétursdóttir Allra veðra von – Haustsýning í Hafnarborg – Sýningastjóraverkefni  400.000
Myndhöggvarfélagið í Reykjavík Hjólið MHR  1.000.000
Nýlistasafnið Grasrót í 40 ár – Nýló  800.000
Páll Haukur Björnsson  Hvalur af himni ofan – Kling og Bang  400.000
Sigurður Árni Sigurðsson Hreyfðir fletir – Listasafn Akureyrar  500.000
Skaftfell Kapall – Skaftfell afmælissýning  500.000
Staðir Staðir 2018  350.000
Tumi Magnússon Einkasýning  í Listasafni Akureyrar  500.000
Verksmiðjan á Hjalteyri Verksmiðjan á Hjalteyri  500.000
 12.550.000

Í matsnefnd úthlutunar sátu:

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Dagný Heiðdal, Guðrún Erla Geirsdóttir, Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, Magnús Gestsson og Sara Riel

 

Myndatexti:

Katrín Sigurðardóttir, Bouvetoya, 2015 – The High Line, New York, myndin er birt með leyfi listamannsins