Myndlistarsjóður

Fyrri úthlutun úr Myndlistarsjóði 2019

Myndlistarráð úthlutaði 22 millj. kr. í styrki til 62 verkefna í fyrri úthlutun sjóðsins á þessu ári. Sjóðnum bárust 199 umsóknir og sótt var um alls 142,9 millj. kr.

 

Styrkir til sýningarverkefna voru 46 talsins að heildarupphæð 16 millj.kr., þar af fóru 24 styrkir til minni sýningarverkefna og 22 styrkir til stærri sýningarverkefna. Stærsta styrkinn, að upphæð 1,2 millj. kr., hlaut Sequences IX: Real Time Art Festival. Þá hlutu Myndhöggvarafélagið og Birta Guðjónsdóttir & Hrafnhildur Arnardóttir styrki til sýninga að upphæð 1 millj. kr. hvor.

 

Þar að auki veitir myndlistarráð 6 undirbúningsstyrki að heildarupphæð 1,5 millj. kr., 8 útgáfu- og rannsóknarstyrki að heildarupphæð 3,5 millj. kr. Í flokki annarra verkefna hlutu tvö styrk, Kling og Bang til endurbóta og gagnabjörgunar á heimasíðu og Þorbjörg Jónsdóttir til þess að annast hreinsun og endurútgáfu á kvikmyndinni Sóley eftir myndlistarkonuna Rósku og Manrico Pavelottoni.

 

Hlutverk Myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem menntamálaráðherra setur. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun.

 

Myndlistarráð sem úthlutar að þessu sinni var skipað:

Margréti Kristínu Sigurðardóttir, formanni myndlistarráðs, Guðna Tómassyni f.h. listfræðifélagsins, Dagnýju Heiðdal f.h. Listasafns Íslands, Guðrúnu Erlu Geirsdóttur f.h. SÍM og Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur f.h. SÍM

 

Í matsnefnd úthlutunar sátu:

Anna Fríða Jónsdóttir, Aldís Arnardóttir, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Hlynur Hallsson og Rósa Gísladóttir.

 

Eftirfarandi verkefni hljóta verkefnastyrki úr sjóðnum 2019:

 

 

Styrkir til útgáfu og rannsókna

Álfrún Pálmadóttir
150.000 kr
Artfinger Pub, þrífætt úgáfa
Anna Rún Tryggvadóttir
500.000 kr
Kunstlerhaus Bethanien
Darri Lorenzen
250.000 kr
Regular Issue
Inga S. Ragnarsdóttir
600.000 kr
Listiðn/ leirlist á Íslandi
Kristinn Guðbrandur Harðarson
200.000 kr
Dauðabani
Listasafn Reykjavíkur
600.000 kr
Hringur, ferningur og lína – Eyborg Guðmundsdóttir yfirlistssýning
Ósk Vilhjálmsdóttir
 600.000 kr
 Landnám
Ragnhildur Stefánsdóttir
600.000 kr
Nr.3 Umhverfing

 

Undirbúningsstyrkir og aðrir styrkir

Andri Björgvinsson
100.000 kr
Guitar Bender
Erling T.V Klingenberg
450.000 kr
Ein sýning tveir staðir
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
150.000 kr
Einkasýning Listasafninu á Akureyri 2020
Kling & Bang
600.000 kr
Ný heimasíða Kling &   Bang, björgun gagna og endurhönnun síðunnar
Kling & Bang
400.000 kr
Undirbúningur vegna „D-Vitamin“ sýningar íslenskra listamanna
í fimm sýningarrýmum í Aþenu á vegum Kling &Bang og A-Dash
Sequences myndlistarhátíð
250.000 kr
Sequences IX : Real Time Art Festival
Þorbjörg Jónsdóttir
400.000 kr
Hreinsun og endurútgáfa á kvikmyndinni Sóley eftir
myndlistarkonuna Rósku og Manrico Pavelottoni
Þóranna Dögg Björnsdóttir
150.000 kr
Hljóðbrot
 
 

Styrkir til minni sýningarverkefna

Anna Andrea Winther
150.000 kr
Súrsað, saltað, reykt
Anna Jóa Jóhannsdóttir
150.000 kr
Sýningin Heimurinn sem brot úr heild í Listasafni Árnsesinga
Arna Óttarsdóttir
200.000 kr
Einkasýning í Nýlistasafninu
Ásta Fanney Sigurðardóttir
100.000 kr
(Dilence leep s1e1)
Auður Lóa Guðnadóttir
100.000 kr
Leikfimi í Safnasafninu
Bergur Thomas Anderson
300.000 kr
The Real Body is a Thing That We Share
Bryndís Björnsdóttir
150.000 kr
Gervileður – Kunstleder
Geirþrúður Hjörvar
200.000kr
„Erindi um kennisetningu Desargues og þrír skúlptúrar“
Guðný Guðmundsdóttir
300.000 kr
Reacción A Islandia – samsýning
Gústav Geir Bollason
150.000 kr
Heimurinn sem brot úr heild
Helga Páley Friðþjófsdóttir
300.000 kr
Varðað – samsýning
Hrefna Hörn Leifsdóttir
100.000 kr
A tocan woman stuck in escapism // bókaútgáfa og sýning
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
300.000 kr
Einkasýning í Galerie Herold, Bremen
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
200.000 kr
Samfélagsverkefni í Veirerland
Kristín Karólína Helgadóttir
100.000 kr
Einkasýning í Harbinger
Ráðhildur Ingadóttir
100.000 kr
Nasasjón – samsýning
Rannveig Jónsdóttir
300.000 kr
Slitvindar – samsýning
Sirra Sigrún Sigurðardóttir & Selma Hreggviðsdóttir
300.000 kr
Ljósvaki – Ather, myndlistarsýning og önnur dagskrá
Smári Rúnar Róbertsson
200.000 kr
This Clock Before It Existed
Sólveig Aðalsteinsdóttir
100.000 kr
Nasasjón – samsýning
Steinunn Gunnlaugsdóttir
300.000 kr
Litla hafpulsan fer til Kaupmannahafnar
Steinunn Önnudóttir
200000 kr
Non plus ultra
Tumi Magnússon
100.000 kr
Nasasjón – samsýning
Þórdís Jóhannesdóttir
200.000 kr
Myndlist ljósmynda

 

 

Styrkir til stærri sýningarverkefna

Anna Hallin & Olga Bergmann
500.000 kr
2 sýningar 2019
Anna Rún Tryggvadóttir
500.000 kr
KUNSTLERHAUS BETHANIEN EINKASÝNING
Birta Guðjónsdóttir & Hrafnhildur Arnardóttir
1.000.000 kr
Cromo Sapiens – Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter
í íslenska skálanum á Feneyjartvíæringnum 2019
Dagrún Aðalsteinsdóttir
500.000 kr
Object of Desire – samsýning
Elín Hansdóttir
300.000 kr
Einkasýning
Eva Ísleifsdóttir
300.000 kr
HOPEY EINKASÝNINGAR Í GPS Í GLASGOW
OG MEME Í AÞENU
Halldór Ásgeirsson
300.000 kr
Ferð til eldjöklanna 2.áfangi – útilistaverk
Hulda Rós Guðnadóttir
500.000 kr
S-I-L-I-C-A – 2 sýningar
Kaktus
200.000 kr
Þemamánuðir Kaktusar – sýningaröð
Kling & Bang
500.000 kr
Vorsýning – samsýning
Listasafn Reykjavíkur
500.000 kr
Magnús Pálsson 90
Listasafn Reykjavíkur
600.000 kr
List í almannarými – samsýning
Myndhöggvarafélagið
1.000.000 kr
ÚTHVERFI – HJÓLIÐ: fyrsti áfangi afmælissýningar
MHR –   Fallvelti heimsins
Nýlistasafnið Nýló
500.000 kr
… og hvað svo? – samsýning
Open
400.000 kr
Open sýningarrými
Páll Haukur Björnsson
300.000 kr
a break, a hue
Ragnhildur Stefánsdóttir
500.000 kr
Umhverfing 3 – samsýning
Safnasafnið
300.000 kr
Sumarsýningar 2019
Sequences myndlistarhátíð
1.200.000 kr
Sequences IX: Real Time Art Festival
Skaftfell myndlistarmiðstöð
500.000 kr
Dieter Roth: Seyðisfjörður slides and
Dieter Roth and Cheryl Donegan
Starkarður Sigurðarsson
500.000 kr
Allt á sama tíma – samsýning
Verksmiðjan á Hjalteyri
500.000 kr
Sýningardagskrá 2019