Myndlistarsjóður

Leiðbeiningar / Instructions

Umsóknarformið 

 

[ENGLISH BELOW]

Umsóknarformið má finna í rafrænni eyðublaðagátt Origo, https://myndlistarsjodur.eydublod.is/Forms en sama kerfi er í notkun hjá nokkrum opinberum stofnunum, meðal annars Þjóðskrá og safnasjóði.

Notast er við rafræn skilríki í snjallsíma eða íslykil. Upplýsingar um Íslykil eða rafræn skilríki má finna á vefsíðu Ísland.is.

Smelltu hér ef þú vilt skoða vistaðar eða sendar umsóknir / Mínar síður. Skráðu þig inn með sama Íslykli eða rafrænu skilríkjum og þegar þú vistaðir /sendir umsóknina. Þú smellir á innskráninguna (island.innskráning.is) hægra meginn, sjá mynd:

Styrkir skiptast í eftirfarandi flokka

 • Undirbúningsstyrki – Undirbúningsstyrkir eru veittir til undirbúnings og þróunar viðamikilla verkefna sem síðar geta sótt um styrk til framkvæmdar.
 • Sýningarverkefni – Styrkir til sýningarverkefna. Með verkefni er átt við viðburð sem fer fram á afmörkuðu tímabili með skilgreint upphaf og endi.
 • Útgáfustyrki, rannsóknarstyrki og aðra styrki – Útgáfustyrkir, rannsóknarstyrki og aðrir styrkir eru veittir til rannsókna á verkum íslenskra listamanna og til útgáfu rita um íslenska listasögu og verk myndlistarmanna auk annarra opinna verkefna sem ekki falla undir aðra liði.

*

Hlutverk og markmið: Hlutverk myndlistarsjóðs skv. myndlistarlögum er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og kostun verkefna sem falla undir hlutverk og starfsemi myndlistarráðs. Þannig skal stuðlað að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist hérlendis sem erlendis. Sjóðurinn veitir verkefnastyrki sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna. Jafnframt veitir sjóðurinn styrki til undirbúnings verkefna sem falla undir starfssvið sjóðsins.

Skilmálar: Við kynningu þeirra verkefna sem fá styrk úr myndlistarsjóði ber að taka fram nafn myndlistarsjóðs hvort sem er rafrænt eða á prenti. Myndlistarsjóður / Icelandic Visual Arts Fund.

Merki myndlistarsjóðs

Verkefnastyrkir: Myndlistarmenn, sýningarstjórar, listfræðingar og sjálfstætt starfandi fagmenn á sviði myndlistar geta sótt um styrki til skilgreindra verkefna. Listasöfn, gallerí, sýningarstaðir, stofnanir og félög geta notið styrks úr myndlistarsjóði til skilgreindra verkefna. Mikilvægt er að nafn þess sem er í forsvari fyrir hönd, hóps, stofnunarinnar eða félagsins komi skýrt fram sem tengiliður verkefnisins.

Sjóðnum er heimilt að styrkja aðra starfsemi til að efla íslenskt myndlistarlíf m.a. rannsóknir á starfssviði sjóðsins og miðlun upplýsinga um þær. Myndlistarsjóður getur veitt styrki til alþjóðlegra verkefna sem viðurkenndir myndlistarmenn frá Íslandi eru þátttakendur í.

Leiðbeiningar með umsóknarformi

Umsóknum í myndlistarsjóð skal skilað á umsóknarvef sem byggir á rafrænni eyðublaðagátt https://eydublod.is/ sem finna má einnig á heimasíðu sjóðsins. Notast er við rafræn skilríki eða íslykil. Tekið er við umsóknum til kl. 16 á auglýstum lokadegi umsókna.

Leiðbeiningar: Það sem umsækjandi skráir á umsóknareyðublað á að veita upplýsingar um hvers vegna á að vinna viðkomandi verkefni, hvernig, hvenær, hvar og fyrir hvern.

Upplýsingar um umsækjanda: Ef umsækjandi er einstaklingur skráir hann grunnupplýsingar um sig sjálfan sem umsækjanda og tengilið. Ef sótt er um fyrir hönd hóps/stofnun/félags þarf að skrá grunnupplýsingar um stofnunina sem sækir um ásamt upplýsingum um tengilið verkefnis.

Ferilskrá: Hefðbundin ferilskrá aðstandenda verkefnisins.

Umsóknargögn: Eru gögn umsókninni til stuðnings. Búið til Zip skrá til að setja inn ef um margar skrár er um að ræða. Heimilt er að senda inn gögn allt að 10 MB á JPEG, PNG, PDF formati.

Heiti verkefnis: Þarf að vera lýsandi fyrir verkefnið þar sem megin inntak verkefnis er hluti af heitinu – s.s. útgáfa, sýning, rannsókn. Nafnið getur verið hvort sem er nafn á verki/sýningu eða vinnutitill verksins.

Tegund styrks: Umsækjandi velur hvort hann sækir um undirbúningsstyrk, styrk til sýningarverkefna eða útgáfu-, rannsókna- og aðra styrki.

Hvert er verkefnið: 50 orða lýsing á verkefninu sem Myndlistarsjóður má nota til að kynna verkefnið.

Nánari lýsing á verkefninu: Vandaður, einfaldur og skýr texti um verkefnið að hámarki 500 orð. Greinið frá tilgangi þess, mikilvægi og samhengi. Skýrt skal tekið fram fyrir hvaða hluta verkefnisins er verið að sækja um styrk.

Áætlað upphaf og endir verkefnis: Upphaf og endir verkefnisins. Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem er lokið fyrir settan umsóknarfrest en verkefni geta verið í vinnslu í allt að tvö ár.

Verk- og tímaáætlun: Hér skal greina frá tímaramma verkefnisins þar sem fram kemur hvernig og hvenær það verður unnið. Gott er að skipta tímarammanum niður í undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni og tilgreina helstu áfanga innan hvers tímabils.

Þátttakendur: Tilgreina skal alla listamenn sem taka þátt í verkefninu sem og aðra samstarfsaðila, eins og sýningarstjóra, útgefendur, ráðgjafa, stofnanir og fyrirtæki. Fylgja skal boðsbréf eða staðfesting frá samstarfsstofnun ef um sýningu eða vinnustofudvöl er að ræða.

Kostnaðaráætlun: Myndlistarsjóður veitir allt að 70% af áætluðum heildarkostnaði verkefna, og því þarf að tilgreina aðra fjármögnun verkefnisins á móti styrknum sem sótt er um til myndlistarsjóð.  Hámarksupphæð styrkja geta verið allt að 3.000.000 kr. en lágmarksupphæð ekki undir 300.000 kr. Upphæð sem sótt er um skal tilgreind í tölustöfum og í íslenskum krónum. Ef einhver kostnaðarliður á ekki við setjið þá 0 (núll) í reitin og athugið að nota ekki punkta eða kommur. Hægt er að hlaða upp kostnaðaráætlun ef umsækjandi vill.

Heildarkostnaður verkefnis: Mikilvægt er að hafa í huga við gerð fjárhagsáætlunar að átt er við heildarkostnað verkefnisins síðan er tilgreint nánar í kostnaðarliður hvernig áætlað er að fjármagna það að fullu og öllu leyti.

Hversu háa fjárhæð er sótt um: Þar er tilgreint hversu háa fjárhæð er sótt um í myndlistarsjóð af heildarkostnaði verkefnisins.

Kostnaðarliðir: Ekki allir kostnaðarliðir eru styrkhæfir en fylla þarf inn í alla reiti svo það sé skýrt fyrir hvaða kostnaðarliðum verkefnisins er sótt um styrk fyrir úr myndlistarsjóði. Ef kostnaðarliður á ekki við skal setja 0 (núll). Ef kostnaðarliður er ekki tilgreindur í umsóknarforminu er hægt að setja það í reitina „Annað“ og „Nánar um kostnað vegna verkefnis, ef vill“. Hægt er að hlaða upp nánari kostnaðaráætlun með umsóknargögnum ef vill.

Nánar um kostnað vegna verkefnis: Hér getur umsækjandi settt inn nánari skýringar á kostnaði eða tilgreint um aðra kostnaðarliði ef þarf.

*Dæmi um kostnaðarliði verkefna geta verið aðkeypt þjónusta, prentkostnaður, flutningskostnaður, kynningarefni, efniskostnaður, vinna við uppsetningu, tækjaleiga, ófyrirséður kostnaður (oft 10% af heildarkostnaði verkefnis). Dæmi um tekjur verkefnis geta verið aðrir styrkir, sala á útgáfu, sala á verki, miðasala, eigið framlag umsækjenda og samstarfsaðila (í formi fjármagns, sérfræðiþekkingar, aðstöðu og fleira).

Greinið frá öðrum styrkjum sem umsækjandi hefur sótt um fyrir verkefninu: Þar sem myndlistarsjóður veitir ekki fulla fjármögnun af heildarkostnaði verkefnisins, þarf að tilgreina aðra fjármögnun verkefnisins á móti styrknum sem sótt er um til myndlistarsjóð, jafnvel þó að niðurstaða úr þeim umsóknum liggi ekki fyrir.

Greinið frá öðrum styrkjum sem umsækjandi hefur hlotið síðastliðin fimm ár: Hér þarf að tilgreina alla þá styrki sem umsækjandi hefur hlotið síðastliðin fimm ár í þessari röð: Fyrri styrkir, ár og upphæð.

Staðfesting/boðsbréf frá samstarfsaðila: samningar og önnur gögn sem styðja við verkefnið.

Mat umsókna

Sérskipaðar matsnefndir eru ávalt skipaðar nýju fólki hverju sinni leggja faglegt mat á gæði verkefna og meta styrkhæfi umsókna með tilliti til gildis þeirra fyrir íslenska myndlist, bæði hér á landi og erlendis, og gerir tillögu að upphæð styrkja til myndlistarráðs.  Ekki verður sjálfkrafa úthlutað til allra verkefna sem standast lágmarksviðmið myndlistarráðs, heldur munu upphæðir og fjöldi styrkja ráðast af ráðstöfunarfé sjóðsins, fjölda og gæðum umsókna.

Umsækjendur mega ekki hafa samband við ráðsmenn eða matsnefndir vegna umsókna meðan vinnsla umsókna fer fram. Öllum fyrirspurnum og ábendingum skal beina til Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Brot á þessu getur leitt til þess að umsókn verði vísað frá.

Umsóknir og fylgigögn sem berast eftir að umsóknarfrestur er útrunninn eru ógildar og ekki teknar til umfjöllunar í sjóðnum. Ef umsækjanda hefur áður verið veittur styrkur úr myndlistarsjóði þarf lokaskýrsla fyrir veittan styrk að hafa borist áður en ný umsókn er tekin til umfjöllunar.

Greiðsla styrkja

Úthlutun: :  Myndlistarráð úthlutar styrkjum úr myndlistarsjóði að fengnum tillögum frá matsnefndum. Nýjar matsnefndir eru skipaðar við hverja úthlutun af fagfólki. Allir sem koma að afgreiðslu og mati umsókna hjá myndlistarsjóði eru bundnir þagnarheiti. Sjóðurinn fylgir almennum reglum um vanhæfi. Niðurstaðan er tilkynnt umsækjendum í tölvupósti og birt á heimasíðu sjóðsins myndlistarsjodur.is. Úthlutanir úr myndlistarsjóði eru endanlegar á stjórnsýslustigi og sæta ekki kæru til ráðherra. Einnig má benda á að skv. 3. tölul. 2. mgr. 21. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, ber stjórnvaldi ekki að veita rökstuðning þegar um er að ræða úthlutun styrkja á sviði lista, menningar eða vísinda.

Greiðslur: Verkefnastyrkir úr myndlistarsjóði eru greiddir þegar styrkhafi hefur óskað eftir afgreiðslu styrks hjá greiðsludeild mennta- og menningarmálaráðuneytis s: 545 9500. Nánari upplýsingar er að finna í tilkynningu til styrkþega frá sjóðnum. Styrkir undir 800.000 krónum eru greiddir út í einu lagi. Styrkir yfir 800.000 krónum eru afgreiddir í tveimur greiðslum. Við úthlutun fá styrkþegar 80% af heildarstyrkupphæð og 20% eftir að lokaskýrslu hefur verið skilað inn vegna verkefnisins. Sjái umsækjandi sér ekki fært að vinna verkefnið getur hann afþakkað styrkinn.

Úthlutun styrks fellur niður ef veittur styrkur er ekki sóttur fyrir næsta umsóknarfrest sjóðsins, nema samið verði um annað við myndlistarráð. info@myndlistarsjodur.is

Greinagerðir

 

Eftirlit: Myndlistarráð hefur eftirlit með að styrkir séu notaðir til þess, sem getið er í umsóknum. Að verkefni loknu kynnir styrkþegi árangur og niðurstöður fyrir myndlistarráði með skriflegri greinargerð í síðasta lagi þremur mánuðum eftir lok verkefnisins sem styrkurinn var veittur til, eða með áfangaskýrslu nái verkefnið yfir meira en eitt almanaksár.

Greinagerðum skal skilað í gegnum sömu rafrænu eyðublaðagátt https://eydublod.is/  og umsóknarformin eru. Þar má finna viðeigandi form fyrir greinagerðir styrkhafa.  

Í slíkri greinagerð er óskað upplýsinga um:

 1. a)    framvindu verkefnis sem hlaut styrk úr myndlistarsjóði, árangur þess og afrakstur.
 2. b)    nýtingu styrks, sundurliðun kostnaðar, aðra styrki og tekjur.
 3. c)    hvort forsendur verkefnis, markmið, verkáætlun, skipulag og kostnaður hafi breyst og þá hvers vegna.

Greinagerð skal berast myndlistarráði í rafrænu formi í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að verkefninu lýkur, nema um annað sé samið fyrir verklok.

Ef styrkir eru veittir til lengri tíma er skal skila árlegri áfangaskýrslu um framgang verkefnisins.

Heimilt er að krefjast endurgreiðslu hafi verkefni sem hlotið hefur styrk ekki verið unnið í samræmi við umsókn og þau gögn sem styrkveiting var byggð á, hafi verkefnið ekki verið unnið samkvæmt skilmálum sjóðsins eða greinagerð hafi ekki verið skilað innan árs frá áætluðum lokum verkefnis, nema sérstaklega sé sótt um frestun og/eða breytingu vegna verkefnisins.

Umsókn um frest skal vera rökstudd og send í tölvupósti á info@myndlistarsjodur.is . Jafnframt er heimilt að hafna umsóknum viðkomandi styrkþega um nýja styrki þar til úrbætur hafa verið gerðar að mati myndlistaráðs.

***

Frekari upplýsingar fást á skrifstofu Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, sími: 562 7262 eða í tölvupósti: info@myndlistarsjodur.is

Kynningarmiðstöðin tekur þar að auki við öllum bréfum fyrir hönd Myndlistarsjóðs og skulu þau sendast á eftirfarandi heimilisfang:

Myndlistarráð, c/o KÍM

Gimli, Lækjargata 3

101 Reykjavík

***

Application Form

These guidelines are intended to give practical advice on the preparation of applications, to improve applicants’ competence in grant application and reduce the number of applications that do not fulfil the Visual Arts Fund’s criteria and rules.

Role and purpose: The role of the Visual Arts Fund, in accordance with the Visual Arts Act, is to support Icelandic visual arts financially and by funding projects that fall within the remit and activities of the Visual Arts Council. The progress of artistic creation, promotion and improved knowledge of Icelandic visual arts, both in Iceland and abroad, shall be supported in this way. The Fund awards grants intended to facilitate the execution of projects in the creative arts and art research. The Fund also awards grants for the preparation of projects that fall within the scope of the Fund.

The Icelandic Visual Arts Council allocates grants from the Visual Arts Fund.

Project grants: Visual artists, curators, art historians and self-employed professionals in the visual art field can apply for grants for defined projects. Art museums, art galleries, exhibition venues, organisations and associations can receive funding from the Visual Arts Fund for defined projects, and it is important that the name of the person representing the organisation or association is clearly identified as the contact person for the project.

The Visual Arts Fund is authorised to support other activities to promote the Icelandic art scene, including research projects within the scope of the Fund and dissemination of information about them. The Visual Arts Fund can award grants to international projects in which recognised artists from the Icelandic visual arts scene are participants. “Project” means an event which takes place in a limited time period, with a defined start and finish.

Grants are awarded in the following categories:

 • Preparatory grant
 • Exhibition grant
 • Publication, research or other grant

Further explanation of the categories:

 • Preparatory grants are awarded for the preparation and development of major projects for which an application can later be made for implementation funding.
 • Grants for exhibition projects.
 • Publication grants, research grants and other grants are awarded for research on the work of Icelandic artists and for publication of writings about Icelandic art history and the work of Icelandic artists, in addition to other public projects not included in the previous categories.

The Visual Arts Fund does not award grants for travel or operational costs.

Galleries and venues cannot apply to the Visual Arts Fund for artists’ fees or salaries.

Artists cannot apply to the Visual Arts Fund for their own salaries. Instead they should apply to the Artists’ Salary Fund, at the Icelandic Centre of Research – Rannís.

Completing the Application form

General advice: The application form asks for information about the reason for the project, how, why, where and for whom it will be executed.

Preparation: Applications reflect the amount of time spent on them. Be realistic and precise, and ensure that the application is credible and that the time schedule and cost estimate are realistic.

Applications to the Visual Arts Fund are submitted digitally on a form available on the Fund’s website. The deadline for online applications is midnight UTC+0 on the final application day, as advertised.

Applicants choose a grant category: preparatory grants, exhibition grants or grants for publication, research or other.

Number of applications: There is no limit to the number of grants. For example, the same applicant may receive grants in two categories, for different projects. However, multiple applications do not guarantee a successful outcome – it is the quality of the application that matters.

Profile information: If an application is on behalf of a group/organisation/association, basic information about them must be entered, together with the contact person’s details. Individual applicants enter details about themselves and their contacts.

Curriculum vitae: A standard CV for those involved in the project.

Project name: This must accurately reflect the main content of the project, i.e. exhibition, publication or research etc. The name can be that of a piece/exhibition or a working title for the project.

Amount applied for: this must be stated in numerals and in Icelandic krónur (ISK).The Visual Arts Fund awards up to 70% of the estimated total cost of a project, and hence it must be stated how the remaining amount will be financed. Grants are awarded for up to ISK 3,000,000, and the minimum amount is not less than ISK 300,000.

Project date: Start and end of the project. Grants are not awarded to projects that end before the application deadline, but a project may be in development for up to two years.

Name(s) of the artist(s): State who will participate in the project, if this information is available.

Participants: State all artists who will participate in the project and all other partners, such as curators, publishers, consultants, organisations and businesses. The application must be accompanied by a letter of invitation or confirmation from the partners if the project is an exhibition or residency programme.

Project summary: A 50-word (or less) description of the project, which the Visual Arts Fund may use to promote the project.

Project details: Simple, clear and concise text about the project, maximum 500 words. Describe its purpose, relevance and context. State clearly which part of the project the grant is being applied for.

Project schedule: Provide a time frame for the project, stating how and when it will be executed. Where possible, divide the schedule into preparation, implementation and follow-up, and state the main steps within each stage.

Cost estimate and financing plan: When making a financing plan, it is important that it addresses the total cost of the project and how it will be funded – in full and completely. The plan must clearly state which cost items are included in the application to the Visual Arts Fund. The Fund awards a maximum of 70% of the estimated total cost of a project, so other sources of funding for the project must be stated. If an application is made to a fund other than the Visual Arts Fund, for a grant or contribution to the project, this must be stated in the application, even if that application remains unresolved. Examples of project cost items are: various services, printing costs, transportation costs, promotional materials, material costs, installation work, equipment rental and unforeseen costs (often 10% of the total project cost). Examples of project income are: other grants, publication sales, sales of works, ticket sales and own contributions from applicants and partners (in the form of funding, expertise, facilities etc.).

Accompanying documents:

Other documents: Letter of invitation or confirmation, contracts or other documents in support of the project.

Images: Create a zip file if there are multiple files. Up to 10 MB of data may be submitted, in JPEG, PNG and PDF format.

Application assessment: An assessment committee evaluates the quality of the projects and the eligibility of the applicants with regard to their value for Icelandic visual arts, both in Iceland and abroad, and makes recommendations for the amount of the grant. Not all projects that meet the minimum criteria of the Visual Arts Council will be automatically allocated funding, and the number and size of grants will depend on the Fund’s budget and the quality and number of applications.

Applicants may not contact Visual Arts Council representatives or the assessment committee about an application during the assessment process. All questions and communications should be directed to the Icelandic Art Center. Violation of this may result in an application being rejected.

Allocation: The Visual Arts Council allocates grants from the Visual Arts Fund after receiving recommendations from the assessment committee. For each allocation, a new committee is appointed by art professionals. Everyone involved in the processing and evaluation of grant applications to the Visual Arts Fund is bound by confidentiality. The Fund follows normal rules on disqualification. The result is announced to applicants by email and published on the Fund’s website, myndlistarsjodur.is. Allocations from the Visual Arts Fund are final at the administrative level and are not subject to appeal to the Minister. Also, in accordance with Article 21, paragraph 2, section 3 of the Administrative Procedures Act, no. 37/1993, a public authority is not required to provide justification with respect to allocation of grants in the field of art, culture or science.

Applications and accompanying documents arriving after the application deadline are invalid and will not be considered by the Fund. If an applicant has previously been awarded a grant from the Visual Arts Fund, a final report for that grant must have been received before a new application is considered.

Terms and conditions: When promoting projects in receipt of a grant from the Visual Arts Fund, the name of the Visual Arts Fund must be stated, whether electronically or in print: Myndlistarsjóður / Icelandic Visual Arts Fund.

Payments: Grants under ISK 800,000 are paid in a single payment. Grants over ISK 800,000 are paid in two instalments: upon allocation, the recipient receives 80% of the total amount and the remaining 20% after a final report has been submitted for the project. Project grants from the Visual Arts Fund are paid after the recipient has requested payment from the Ministry of Education, Science and Culture’s payment office, tel. 545 9500. Further information can be found in the Visual Arts Fund’s grant allocation announcement. An applicant who is for any reason unable to work on a project may refuse the grant.

A grant allocation is cancelled if the grant is not collected before the Fund’s next application deadline, unless otherwise agreed with the Visual Arts Council: info@myndlistarsjodur.is.

Supervision: The Visual Arts Council monitors that grants are used as described in the application. At the end of the project, the grant recipient presents the achievements and results to the Visual Arts Council in a written report no later than three months after the end of the project for which the grant was awarded, or in an interim report if the project extends over more than one calendar year.

The report should include information about:

a)    How the project progressed, its achievements and results.

b)    How the grant was used, itemised costs, other grants and revenue.

c)    Whether changes were made to the criteria for the project, its aims, schedule, organisation or costs, and if so why.

A final report, in electronic format, must be received by the Visual Arts Council no later than three months after the project ends, unless otherwise agreed before the end of the project.

If grants are awarded based on a longer time frame, an annual progress report for the project must be submitted.

Reimbursement may be demanded if a project that has received a grant has not been executed in accordance with the application and the documents on which the grant was based, if the project has not been carried out according to the Visual Arts Fund’s terms, or if a final report has not been submitted within one year of the end of the project, unless a special application has been made to postpone and/or change the project.

An application to postpone, with reasons, must be submitted by email to info@myndlistarsjodur.is. Furthermore, where relevant, applications for new grants may be rejected until, in the Visual Arts Council’s opinion, matters have been rectified.

Applicants are advised that a new application system has been introduced. Access is no longer through My Pages. Applicants with Icelandic electronic ID (rafræn skilríki) can now log on and access the application form, where applications and reports will be accessible to users.

Further information is available at the Icelandic Art Center office, telephone 562 7262, or by email: info@myndlistarsjodur.is

***

The Icelandic Art Center also receives all correspondence on behalf of the Visual Arts Fund, which should be addressed to:

Myndlistarráð, c/o KÍM

Gimli, Lækjargata 3

101 Reykjavík

***

Spurt og svarað á næstu síðu