Myndlistarsjóður

Leiðbeiningar / Instructions

Spurt og svarað

[ENGLISH BELOW]

Hverjir geta sótt um ?

Sjálfstætt starfandi listamenn og fræðimenn, félagasamtök, hópar og stofnanir sem vinna að verkefnum sem stuðla að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist hérlendis sem erlendis.

Sjóðurinn veitir verkefnastyrki sem  ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna. Jafnframt veitir sjóðurinn styrki til undirbúnings verkefna sem falla undir starfssvið sjóðsins.

Að jafnaði er hvorki gert ráð fyrir styrkveitingum til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana, né til verkefna og viðburða sem þegar hafa átt sér stað.

Myndlistarsjóður veitir ekki ferðastyrki.

Söfn og sýningarstaðir geta ekki sótt í sjóðinn fyrir þóknun og launum til listmanna.

Listamenn geta ekki sótt í sjóðinn fyrir sínum eigin launum heldur er þeim bent á að sækja um listamannalaun til Rannís.

Má sækja um á ensku?

Umsóknir skulu vera á íslensku sé þess kostur en annars má finna umsóknarform á ensku

Hvernig er umsóknarkerfið?

 • Umsóknarformið má finna í rafrænni eyðublaðagátt Origo, https://myndlistarsjodur.eydublod.is/Forms en sama kerfi er í notkun hjá nokkrum opinberum stofnunum, meðal annars Þjóðskrá og safnasjóði.
 • Notast er við rafræn skilríki í snjallsíma eða íslykil. Upplýsingar um Íslykil eða rafræn skilríki má finna á vefsíðu Ísland.is.
 • Vistið eftir hvert skref í umsóknarforminu. Ef eyðublað er skilið eftir opið í vafra lengi er hætt við því að eyðublaðið vistist tómt og mikilvægt að vista alltaf áður en vafra er lokað. 
 • Reitir sem merktir eru með rauðri stjörnu verður að svara.
 • Umsókn verður ekki gild fyrr en ýtt er á „send“ á lokasíðu umsóknarformsins.

 • Hægt er að skoða umsóknir inn á mínum síðum undir „Send erindi“
 • Ef farið er út úr umsókn er hægt að fara inn aftur á mínum síðum og finna umsóknina aftur undir „Erindi í vinnslu“  vinstra megin þegar komið er inn á mínar síður.
 • Aðgang að umsóknarkerfinu er að finna á heimasíðu myndlistarsjóðs undir Umsóknarform eða fara beint inn á https://myndlistarsjodur.eydublod.is/Forms
 •  

Fylgigögn – hvernig á að skila þeim inn?

 • Fylgigögn verða að koma með umsókninni í gegnum umsóknarkerfið.
 • Heimilt er að senda inn gögn allt að 10 MB á JPEG, PNG, PDF formati.
 • Ekki er tekið á móti fylgigögnum eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Vandræði við að senda inn umsókn.

 • Eindregið er mælt með að sækja um með góðum fyrirvara og forðast tímaþröng á síðasta degi.
 • Ef eitthvað er að hindra sendinguna hafði samband við Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar/Myndlistarsjóður í síma 562-7262 eða á info@myndlistarsjodur.is
 • Á lokadegi getur kerfið verið þungt í vöfum vegna álags og hugsanlega leitt til vandræða við frágang umsóknar.
 • Ef umsækjandi er að senda umsókn á síðustu stundu (eftir að hægt er að fá aðstoð/ráðgjöf hjá myndlistarsjóði) og lendir í tæknilegum vandræðum tengt umsóknarkerfinu þarf að TILKYNNA það með tölvupósti ÁÐUR EN UMSÓKNARFRESTI LÝKUR og helst að láta skjáskot sem sýna vandamálið fylgja með. Kvartanir um tæknileg vandamál sem berast eftir að umsóknarfrestur er liðinn verða ekki teknar til greina. 
 • Vandamál ótengd umsóknarkerfinu eru að öllu jöfnu ekki tekin til greina og vísað til þess að ávalt er opið fyrir umsóknir í amk 6 vikur. Tilkynningar um slík vandamál sem berast eftir umsóknarfrest eru ekki teknar til greina.

Hvernig veit ég að umsókn mín sé móttekin?

 • Þegar umsókn hefur verið send inn, fær umsækjandi svar í netfang sitt sem hann gaf upp á umsóknarforminu ásamt pdf af umsókn. ATH: Stundum fer svar í ruslsíu póstforrits.
 • Ef póstur kemur ekki, er hægt að sjá innsendar umsóknir á mínum síðum. Farið inn á „Send erindi“ og þar á að standa „Móttekin“. Einnig er hægt að skoða PDF þar.

Hvenær get ég átt von á svari?

 • Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir eftir 4-5 vikur frá umsóknarfresti. Allir umsækjendur fá svör. Úthlutun mun einnig birtast á heimasíðu myndlistarsjóðs.

Hvernig eru matsnefndir skipaðar ?

Myndlistarráð stendur að úthlutun styrka úr Myndlistarsjóði tvisvar á ári. Ákvörðun um styrkveitingar er tekin á grundvelli faglegs mats á umsóknum. Við hverja úthlutun eru nýjar matsnefndir skipaðar og umsóknarflokkum er skipt á milli nefnda. Matsnefndir leggja til skiptingu úthlutana og ekki tíðkast að ráðið breyti tillögum nefndanna. Aðkoma ráðsins að ákvörðunum um hverjir hjóta styrki og hve háa er því takmörkuð. 

info@myndlistarsjodur eða í síma

Má skila mörgum umsóknum? Ekki eru takmörk á fjölda verkefnastyrkja. Dæmi eru um að sami umsækjandi fá styrki úr tveim mismunandi flokkum myndlistarsjóðs til ólíkra verkefna. Margar innsendar umsóknir tryggja ekki styrk úr sjóðnum – það eru gæði umsókna sem gilda.

Q&A

Who can apply?

Self-employed visual artists and art historians, associations, groups and organisations who are working on projects that encourage the creation and promotion of art and an improved knowledge of the Icelandic visual arts, domestically and internationally.

The Visual Arts Fund awards grants to facilitate the execution of projects in the creative arts and art research. The Fund also awards grants for the preparation of projects that fall within the scope of the Fund.

Grants are not normally awarded for the operation and/or administration of associations, businesses and organisations, nor for projects and events that have already taken place.

The Fund does not award travel grants.

Galleries and venues cannot apply to the Fund for artists’ fees or salaries.

Artists cannot apply to the Fund for their own salaries. Instead they should apply to the Artists’ Salary Fund, at the Icelandic Centre of Research – Rannís.

Can I apply in English?

Applications should be in Icelandic if possible, but an English version of the form is available.

How is the application submitted?

 • The application form is available through the Origo eForm portal, https://myndlistarsjodur.eydublod.is/Forms, a system used by several public institutions, including Registers Iceland and the Museum Council of Iceland.
 • Accepted identification means are Icelandic electronic ID (rafræn skilríki) or Ice Key, see the portal for public services in Iceland, https://island.is/.
 • Save your application form after each stage. It may erroneously save as “empty” if left open in the browser too long. Always save your application before closing the browser.
 • Fields marked with a red asterisk (*) must be completed.
 • The application is not valid until the “send” button on the final page is pressed.
 • The application can be viewed on “Mínar síður” (My Pages), under “Send erindi”.
 • If the application form is exited before completion, it is possible to return to “Mínar síður” (My Pages) and find the application again under “Erindi í vinnslu” on the left-hand side when entering My Pages.
 • Access to the application system is through the Visual Arts Fund homepage, under “Umsóknarform”, or directly at  https://myndlistarsjodur.eydublod.is/Forms.

How should accompanying documents be submitted?

 • Accompanying documents must be submitted with the application, through the application system.
 • Up to 10 MB of data may be submitted, in JPEG, PNG or PDF format.
 • Accompanying documents will not be accepted after the application deadline.

What if I encounter a problem submitting the form?

 • It is strongly recommended that applications are made in a timely manner, to avoid last-minute difficulties.
 • If something prevents your application from “sending”, contact us on tel. 562-7262 or at info@myndlistarsjodur.is.
 • Heavy user traffic on the final application day may make the system slow to respond and cause completion issues.
 • If you are submitting your application at the last minute, when it is no longer possible to get assistance/advice from our office, and encounter technical problems associated with the application system, they must be notified by email before the application deadline expires, preferably with a screenshot attached to illustrate the problem. Complaints about technical problems arriving after the application deadline are not admissible.
 • Problems not associated with the application system are not normally admissible: the application period is at least six weeks long, allowing ample time to solve such problems. Notifications about such problems arriving after the application deadline are not admissible.

How do I know that my application has been received?

 • After you submit your application, an acknowledgment will be sent to the email address you provided, with a PDF attachment of your application form. Note: You sometimes need to check your Spam folder.
 • If no email acknowledgment arrives, submitted applications can be viewed on “Mínar síður” (My Pages). If you click on “Send erindi” it should say “Móttekin” (Received). A PDF of the applications should be available there too.

When can I expect to hear?

Decisions should be available 4–5 weeks after the application deadline. All applicants will receive a reply. Grant allocations will also be published on the Visual Arts Fund’s homepage.

How are grant committees appointed?

The Visual Arts Council allocates grants from the Visual Arts Fund twice a year. Decisions on grants are made based on professional evaluations of the applications. For each allocation, new committees are appointed and categories of applications are divided between committees. The evaluation committees propose how the available monies should be allocated, and the Visual Arts Council does not normally deviate from their proposals. The Council’s involvement in deciding who receives a grant, and how much, is therefore limited.

May I make more than one application?

There is no limit to the number of grants. For example, the same applicant may receive grants in two categories, for different projects. However, multiple applications do not guarantee a successful outcome – it is the quality of the application that matters.

Still have a question?

Further help is available at the Icelandic Art Center office, telephone 562–7262, or by email: info@myndlistarsjodur.is.