Myndlistarsjóður

Matsferli umsókna / Evaluation process

Matsnefndir

Fyrir hverja umsóknarlotu eru settar saman matsnefndir með fulltrúa úr myndlistarráði og tveimur gestum úr fagumhverfinu. Nefndirnar leggja faglegt mat á gæði verkefna og meta styrkhæfi út frá gildi þeirra fyrir íslenska myndlist, bæði hér á landi og erlendis. Að lokinni ítarlegri yfirferð skilar nefndin tillögu til myndlistarráðs sem tekur endanlega ákvörðun um úthlutun.

Ekki verður sjálfkrafa úthlutað til allra verkefna sem standast lágmarksviðmið myndlistarráðs, heldur munu upphæðir og fjöldi styrkja ráðast af ráðstöfunarfé sjóðsins, fjölda og gæðum umsókna.

Umsækjendur mega ekki hafa samband við ráðsmenn eða matsnefndir vegna umsókna meðan vinnsla umsókna fer fram. Öllum fyrirspurnum og ábendingum skal beina til Myndlistarmiðstöðvar. Brot á þessu getur leitt til þess að umsókn verði vísað frá.

Matskvarði

Mat á umsóknum byggist á eftirtöldum sjónarmiðum eftir því sem við á:

 • listrænu gildi og mikilvægi verkefnis fyrir eflingu íslenskrar myndlistar, vægi 60%
 • starfsferli, faglegum og/eða listrænum bakgrunni umsækjanda og annarra þátttakenda, vægi 20%
 • að umsækjanda takist að ná þeim markmiðum sem verkefnið miðar að og fjárhagsgrundvelli verkefnisins og/eða hvort umsækjandi hafi hlotið aðra styrki, vægi 20%

Úthlutun

Myndlistarráð úthlutar styrkjum úr myndlistarsjóði að fengnum tillögum frá matsnefndum. Nýjar matsnefndir eru skipaðar við hverja úthlutun af fagfólki. Allir sem koma að afgreiðslu og mati umsókna hjá myndlistarsjóði eru bundnir þagnarheiti. Sjóðurinn fylgir almennum reglum um vanhæfi.

Niðurstaðan er tilkynnt umsækjendum í tölvupósti og birt á heimasíðu sjóðsins myndlistarsjodur.is.

Úthlutanir úr myndlistarsjóði eru endanlegar á stjórnsýslustigi og sæta ekki kæru til ráðherra. Einnig má benda á að skv. 3. tölul. 2. mgr. 21. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, ber stjórnvaldi ekki að veita rökstuðning þegar um er að ræða úthlutun styrkja á sviði lista, menningar eða vísinda.


 • Frekari upplýsingar fást á skrifstofu Myndlistarmiðstöðvar, sími: 562 7262 eða í tölvupósti: info@myndlistarsjodur.is
 • Myndlistarráð, c/o Myndlistarmiðstöð
 • Gimli, Lækjargata 3
 • 101 Reykjavík

Evaluation process

An assessment committee

An assessment committee evaluates the quality of the projects and the eligibility of the applicants with regard to their value for Icelandic visual arts, both in Iceland and abroad, and makes recommendations for the amount of the grant.     

Not all projects that meet the minimum criteria of the Visual Arts Council will be automatically allocated funding, and the number and size of grants will depend on the Fund’s budget and the quality and number of applications.

Applicants may not contact Visual Arts Council representatives or the assessment committee about an application during the assessment process. All questions and communications should be directed to the Icelandic Art Center. Violation of this may result in an application being rejected.

Evaluation criteria

Evaluation of applications is based on the following considerations, as applicable:

 • the artistic value and importance of the project for the promotion of Icelandic art, ratio value 60%
 • career, professional and/or artistic background of the applicant and other participants, ratio value 20%
 • that the applicant succeeds in achieving the goals the project aims at and the financial basis of the project and/or whether the applicant has received other grants, ratio value 20%

Allocation

 The Visual Arts Council allocates grants from the Visual Arts Fund after receiving recommendations from the assessment committee. For each allocation, a new committee is appointed by art professionals. Everyone involved in the processing and evaluation of grant applications to the Visual Arts Fund is bound by confidentiality. The Fund follows normal rules on disqualification.

The result is announced to applicants by email and published on the Fund’s website, myndlistarsjodur.is.

Allocations from the Visual Arts Fund are final at the administrative level and are not subject to appeal to the Minister. Also, in accordance with Article 21, paragraph 2, section 3 of the Administrative Procedures Act, no. 37/1993, a public authority is not required to provide justification with respect to allocation of grants in the field of art, culture or science.


 • Further information is available at the Icelandic Art Center office, telephone +354 562 7262, or by email: info@myndlistarsjodur.is
 • Myndlistarráð, c/o IAC
 • Gimli, Lækjargata 3
 • 101 Reykjavík