
Verðlaunahafar 2023
Myndlistarmaður ársins: Hrafnkell Sigurðsson
Hvatningarverðlaun: Ásgerður Birna Björnsdóttir
Heiðursviðurkenning: Ragnheiður Jónsdóttir
Áhugaverðasta endurlitið: Erró: Sprengikraftur mynda, Listasafn Reykjavíkur
Áhugaverðasta samsýningin: Hjólið V: Allt í góðu
Viðurkenning á útgefið efni: Óræð lönd

Verðlaunahafar 2022
Myndlistarmenn ársins: Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson
Hvatningarverðlaun: Lucky 3
Heiðursviðurkenning: Kristján Guðmundsson
Áhugaverðasta endurlitið: Listþræðir, Listasafn Íslands
Áhugaverðasta samsýningin: Endurómur, Verksmiðjan á Hjalteyri
Viðurkenning á útgefið efni: Deiglumór: Keramik úr íslenskum leir 1930-1970

Verðlaunahafar 2021
Myndlistarmenn ársins: Libia Castro og Ólafur Ólafsson
Hvatningarverðlaun: Una Björg Magnúsdóttir
Heiðursviðurkenning: Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá
Viðurkenning á útgefið efni: Ritröð Listasafns Reykjavíkur

Verðlaunahafar 2020
Myndlistarmaður ársins: Guðjón Ketilsson
Hvatningarverðlaun: Claire Paugam

Verðlaunahafar 2019
Myndlistarmaður ársins: Eygló Harðardóttir
Hvatningarverðlaun: Leifur Ýmir Eyjólfsson

Verðlaunahafar 2018
Myndlistarmaður ársins: Sigurður Guðjónsson
Hvatningarverðlaun: Auður Lóa Guðnadóttir
Nánar um verðlaunin
Myndlistarráð stendur árlega fyrir úthlutun Íslensku myndlistarverðlaunanna og veitir á sama tíma viðurkenningar. Markmiðið er að heiðra íslenska myndlistarmenn eða myndlistamenn sem búsettir eru á Íslandi og vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar en jafnframt veita einstaka myndlistamönnum mikilvæga viðurkenningu og hvetja til nýrrar listsköpunar. Myndlistarráð stendur að baki Íslensku myndlistarverðlaunanna sem voru fyrst veitt 2018 og eru þau veitt í nafni ráðsins.
Veitt eru verðlaun í tveimur flokkum: Myndlistarmaður ársins og Hvatningarverðlaun ársins.
Aðalverðlaun, 1 milljón króna, eru veitt íslenskum myndlistarmanni eða myndlistarmanni með búsetu á Íslandi sem þykir hafa skarað framúr með nýlegum verkum og sýningu á Íslandi á síðast liðnu myndlistarári. Hvatningarverðlaun, 500 þúsund krónur, verða veitt starfandi myndlistarmanni sem nýlega hefur komið fram á sjónarsviðið og vakið athygli með verkum sínum.
Almenningur, myndlistarmenn og fagaðilar á sviði myndlistar tilnefna til verðlaunanna og fer dómnefnd yfir innsendar umsóknir. Dómnefnd er skipuð til eins árs í senn og í henni sitja fulltrúar Myndlistarráðs, Listaháskóla Íslands, Listfræðafélags Íslands, safnstjóra íslenskra listasafna (Listasafn Íslands, Listasafnið á Akureyri, Listasafn Reykjavíkur, Gerðarsafn, Nýlistasafnið, Listasafn Árnesinga, Listasafn Reykjanesbæjar, Listasafn ASÍ) og Sambands íslenskra myndlistarmanna.
Við val á verðlaunahöfum mun dómnefnd hafa í huga að verk tilnefndra myndlistarmanna skari framúr og að viðkomandi myndlistarmenn séu fulltrúar þess sem best er gert á sviði íslenskrar samtímamyndlistar.
Verðlaunin eru veitt í mars ár hvert og fyrir afhendingu birtir dómnefnd forvalslista með nöfnum þeirra sem eru tilnefndir til verðlaunanna og þeirra sem eru tilnefndir til hvatningarverðlaunanna.
Myndlistarráð veitir fjórar viðurkenningar:
- Heiðursviðurkenning fellur í skaut starfandi myndlistarmanns fyrir heildarframlag hans til íslenskrar myndlistar.
- Viðurkenningu fyrir útgefið efni, hvort heldur sem er í prentuðu eða stafrænu formi, er veitt stofnun, einstaklingi eða fyrirtæki sem staðið hefur að framlagi sem talið er hafa mikilvægt gildi fyrir kynningu og rannsóknir á íslenskri myndlist.
- Áhugaverðasta endurlitið. Viðurkenning verður veitt árlega safni, sýningarými, hópi og/eða sýningarstjóra sem staðið hefur að einstaklega vel heppnaðri sýningu hér á landi á erlendri eða innlendri myndlist þar sem ljósi er varpað á listrein, stefnu, hóp eða einstakling.
- Áhugaverðasta samsýningin. Viðurkenning verður veitt árlega safni, sýningarými, myndlistarhátíð, hópi og/eða sýningarstjóra sem staðið hefur að samsýningu á myndlist sem talin er hafa skarað fram úr á sýningar vettvangi hér á landi.
Myndlistarráð tekur ákvörðun um hverjir hljóta viðurkenningar, en í ráðinu situr fulltrúi frá Mennta- og menningarráðuneytinu, Listasafni Íslands og Listfræðafélagi Íslands ásamt tveimur fulltrúum fyrir hönd Sambands íslenskra myndlistarmanna.