Myndlistarsjóður

 

Reglur um dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna

 

1.gr

Að dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna standa Myndlistarráð, Listaháskóli Íslands, Listfræðafélag Íslands, safnstjórar íslenskra listasafna og Samband íslenskra myndlistarmanna.

 

2.gr

Sjórnendur þeirra félaga sem að dómnefnd standa skipa einn fulltrúa og einn varamanna til setu í dómnefnd. Leitast skal við að skipa fulltrúa með víðtæka þekkingu á sviði íslenskrar myndlistar og yfirsýn yfir liðið myndlistarár. Æskilegt er að fulltrúar sem skipaðir eru til setu í dómnefnd tengist ekki myndlistarmönnum og sýningum myndlistarársins of nánum böndum. Eigi skal velja til setu í dómnefnd þá sem fjalla um myndlist á opinberum vettvangi, svo sem gagnrýnendur.

 

3.gr

Dómnefnd situr í eitt ár í senn og kemur formaður dómnefndar frá Myndlistarráði.

 

4.gr

Dómnefnd skal skipuð konum og karlmönnun og gæta skal jafnræðis við skipan fulltrúa.

 

5.gr

Dómnefnd leggur mat á innsendar tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna og skilar forvalslista sem telja skal fjóra myndlistarmenn ásamt umsögnum eigi síður en fjórum vikum fyrir afhendingu verðlaunanna. Forvalslista skulu fylgja umsagnir um hvern myndlistarmann.

 

6.gr

Dómnefnd leggur til tilnefningu til Hvatningarverðlauna ársins; verðlauna sem fara til myndlistarmanns sem lokið hefur BA prófi í myndlist á síðastliðnum fimm árum. Vali dómnefndar skal fylgja umsögn.

 

Dómnefnd 2019

Nafn Staða
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir myndlistarmaður (SÍM)
Sigrún Hrólfsdóttir deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands
Magnús Gestsson formaður Listfræðafélags Íslands
Margrét Elísabet Ólafsdóttir fulltrúi safnstjóra íslenskra safna
Margrét Kristín Sigurðardóttir formaður Myndlistarráðs

Dómnefnd 2018

Nafn Staða
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir myndlistarmaður (SÍM)
Sigrún Hrólfsdóttir deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands
Magnús Gestsson formaður Listfræðafélags Íslands
Margrét Elísabet Ólafsdóttir fulltrúi safnstjóra íslenskra safna
Margrét Kristín Sigurðardóttir formaður Myndlistarráðs