(ENG below)
Umsóknarfrestur fyrri úthlutunar úr myndlistarsjóði árið 2023 er til kl. 16:00 mánudaginn 20. febrúar. Hlutverk myndlistarsjóðs er að veita verkefnastyrki til undirbúnings verkefna og til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna.
Hámarksupphæð styrkja getur verið allt að 3.000.000 kr. en lágmarksupphæð ekki undir 300.000 kr. Myndlistarsjóður veitir allt að 70% af áætluðum heildarkostnaði verkefna og því þarf umsækjanda að brúa 30% mótframlag.
Veittir verða styrkir í þremur flokkum:
– Undirbúningsstyrkir: veittir til undirbúnings og þróunar viðamikilla verkefna sem síðar er hægt að sækja um styrk til framkvæmdar.
– Sýningarverkefni: viðburðir sem fara fram á afmörkuðu tímabili með skilgreint upphaf og endi.
– Útgáfustyrkir, rannsóknarstyrkir og aðrir styrkir: veittir til rannsókna á verkum íslenskra listamanna og til útgáfu rita um íslenska listasögu og verk myndlistarmanna auk annarra verkefna sem ekki falla undir aðra liði.
Í þeim tilvikum sem sótt er um styrk vegna sýningarraða eða samsýninga hvetur myndlistarráð skipuleggjendur til þess að senda inn eina umsókn fyrir verkefnið í heild í stað umsókna frá einstökum sýnendum. Ef þátttakendur velja að senda inn umsóknir fyrir sínu framlagi, þá er mælst til þess að ekki sé send inn umsókn vegna verkefnisins í heild.
Í umsókn er beðið um greinagóða lýsingu á verkefni, ferli þátttakenda, verkáætlun, kostnaðaráætlun og tilhögun fjármögnunar.
Vinsamlega athugið að myndlistarsjóður styrkir vinnu sérfræðinga, laun tæknimanna, efniskostnað, tækjakostnað, vef- og fjölmiðlakynningu, skráningu og ljósmyndatöku, hönnun og umbrot, prentkostnað og annað sem tengist verkefninu. Sjóðurinn styrkir ekki ferðalög, þóknun til listamanna, rekstur vinnustofu eða veitingar í tengslum við viðburði.
Hafi umsækjandi hlotið styrk úr sjóðnum áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef greinargerð hefur verið skilað.
Umsóknir skulu vera á íslensku sé þess kostur, en annars má finna umsóknarform á ensku.
Leiðbeiningar um gerð umsókna, úthlutunarreglur, eyðublöð fyrir greinargerð ásamt lögum um sjóðinn er að finna á vefsíðu sjóðsins.
Tilkynnt verður um úthlutun í marsmánuði.
Umsóknarformið: https://myndlistarsjodur.eydublod.is/Forms
Vistaðar eða innsendar umsóknir: https://eydublod.is/Account/LoginDouble
Myndlistarsjóður starfar samkvæmt lögum um myndlist 2012 nr. 64: https://www.althingi.is/lagas/152c/2012064.html
Ef upp koma fyrirspurnir varðandi umsóknarferlið, vinsamlegast sendið tölvupóst á info@myndlistarsjodur.is
Applications open
The deadline for the first application round in 2023 is at 16.00 Monday February 20.
The role of the fund is to award project grants in the field of visual arts and art research.
The Visual Arts Fund awards grants up to ISK 3,000,000, and the minimum amount is no less than ISK 300,000. The Fund covers up to 70% of the estimated total cost of a project, and hence applicants must cover 30%.
Grants are awarded in the following categories:
– Preparatory grant: awarded for the preparation and development of major projects for which an application can later be made for implementation funding.
– Exhibition grant: for exhibition projects, an event which takes place in a limited time period, with a defined start and finish.
– Publication, research, or other projects grant: awarded for research on the work of Icelandic artists and for publication of writings about Icelandic art history and the work of Icelandic artists, in addition to other public projects not included in the previous categories.
If the project is an exhibition series or group exhibition the council advises organisers to hand in one application for the project as a whole rather than applications from individual participants. In cases where participants choose to send in individual applications covering their contribution it is advised not to also send in an application for the whole project.
In the application a detailed description of the project, background information about the participants, time plan, budget and financing arrangement is requested.
Please note that the fund supports the following cost: fees for consultants and technicians, material and equipment cost, web, and media promotion, cataloguing and photographing, design and layout, printing and other items related to production. The fund does not support travel, artists’ fees, operational cost for facilities or studio rent, or hospitality.
If an applicant has previously been awarded a grant from the Visual Arts Fund, a final report for that grant must have been received before a new application is considered.
Instructions regarding application creation, delegation rules, form for final report can be found on the fund website.
The result is announced in March.
Application form: https://myndlistarsjodur.eydublod.is/Forms
Saved or submitted applications: https://eydublod.is/Account/LoginDouble
The Visual Arts Fund operates in accordance with the Visual Art law 2012 nr. 64: https://www.althingi.is/lagas/152c/2012064.html
If questions arise when completing the application form, contact the Icelandic Art Center office, telephone 562 7262, or email: info@myndlistarsjodur.is