Myndlistarsjóður

SEINNI ÚTHLUTUN ÚR MYNDLISTARSJÓÐI 2016

Myndlistarráð úthlutar 13.050.000 krónum í styrki til 41 verkefnis í seinni úthlutun Myndlistarsjóðs á árinu. Sjóðnum bárust 128 umsóknir og var sótt um alls 97,5 milljónir.

skoda-umsoknina

Stóru verkefnastyrkirnir að þessu sinni eru sautján talsins og fara þangað 6,65 m.kr. en flokkurinn er stærsti flokkur sjóðsins líkt og í fyrri úthlutunum; þar af eru fimm einkasýningar bæði hérlendis og erlendis og ellefu samsýningar. Að auki hljóta tíu myndlistarmenn styrk í flokki minni sýningarverkefna að heildarupphæð 2,5 m.kr., átta styrkir að heildarupphæð 2,6 m.kr. fara til útgáfu- og rannsókna, 1,3 m.kr er veitt til undirbúnings verkefna og annarra styrkja.

Hlutverk Myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem menntamálaráðherra setur. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun.

Eftirfarandi verkefni hljóta styrki úr sjóðnum í seinni úthlutun ársins 2016:

Styrkir til útgáfu og rannsókna

 • Sigrún Alba Sigurðardóttir, 500.000, Íslensk samtímaljósmyndun 1975-2015
 • Listasafn Reykjavíkur, 400.000, Yfirlitssýning á Kjarvalsstöðum 2017
 • Artzine, 400.000, Artzine vefrit
 • Lortur Framleiðslufélag, 400.000, Blindrahundur
 • Heiðar Kári Rannversson, 300.000, Normið er ný framúrstefna
 • Halldóra Arnardóttir, 300.000, List og menning sem meðferð, Íslensk söfn og Alzheimer
 • Freyja Eilíf Logadóttir, Lind Völundardóttir, Helga Völundardóttir, 200.000, Draumland, útgáfa á bók um Völund Draumland Björnsson
 • Hildigunnur Birgisdóttir, 100.000, Meðvirkni, útgáfa

 

Undirbúningsstyrkir og aðrir styrkir

 • Hrafnhildur Arnardóttir, 500.000, Taugafold
 • Birna Bjarnadóttir, 250.000, Töfrafjallið ,,Við erum hér en hugur okkar er heima”
 • Gjörningaklúbburinn, 200.000, Sálnasafn, nóg til frammi
 • Myndhöggvarafélagið, 150.000, Hjólið
 • Steingrímur Eyfjörð, 100.000, Kalda stríðið/Geðrof/Portret
 • Leifur Ýmir Eyjólfsson, 100.000, ,,Standard Portait”

 

Styrkir til minni sýningarverkefna

 • Skaftfell myndlistarmiðstöð, 300.000, Tvær einkasýningar: Sigurður Atli Sigurðsson og Hanna Kristín Birgisdóttir
 • Anna Hrund Másdóttir, 200.000, More than a feeling
 • Markús Þór Andrésson og Dorotheé Kirch, 300.000, Staðarstaður – íslensk myndlist
 • Sequences, 200.000, 10 ára afmælishátíð Sequences
 • Nýlistasafnið, 300.000, The Primal Shelter is The Site for Primal Fears
 • Rakel McMahon, 200.000, Home Run
 • Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, 300.000, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir at KUNSTHALLE Sao Paulo
 • Tinna Ottesen, 400.000, Innsetning í Listasafni Árnesinga
 • Leifur Ýmir Eyjólfsson og Sigurður Atli Sigurðsson, 200.000, PRENT OG VINIR
 • Linn Björklund og Vala Björg Hafsteinsdóttir, 100.000, Tröll

 

Styrkir til stærri sýningarverkefna

 • Styrmir Örn Guðmundsson og Annabelle Von Girsewald, 350.000, What Am I Doing With My Life?
 • Listasafn Reykjavíkur, 700.000, Ragnar Kjartansson sýning
 • Anna Hallin og Olga Bergmann, 300.000, Anna Hallin og Olga Bergmann – Momentun 9 – Naturhuset
 • Kling & Bang, 600.000, Opnunarsýning Kling & Bang í Marshall húsinu
 • Lilja Birgisdóttir og Jessamyn Fiore, 250.000, It’s easy to remember, so hard to forget
 • Una Margrét Árnadóttir og Unndór Egill Jónsson, 500.000, EITT SETT
 • Ingibjörg Jóhannsdóttir, 500.000, Other Hats, Icelandic Printmaking
 • Djúpavogshreppur, 500.000, Rúllandi Snjóbolti 2017
 • Verksmiðjan Hjalteyri, 500.000, Umhverfing, sýningardagskrá 2017 í Verksmiðjunni á Hjalteyri
 • Áslaug Thorlacius og Finnur Arnar Arnarson, 400.000, Búskapur
 • Ragnheiður Gestsdóttir, 200.000, Speak Nearby, Part II
 • Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, 250.000, Sýningar og verkefni 2017
 • Theresa Himmer, 200.000, Speak Nearby, Part II
 • Kristín Gunnlaugsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Valgeir Sigurðsson, 400.000, Super Black
 • Einar Falur Ingólfsson, 200.000, Landsýn
 • Ekkisens, 300.000, Ekkisens
 • Anna Líndal, 500.000, Yfirlitssýning á Kjarvalsstöðum