Myndlistarráð úthlutaði 17 millj. kr. í styrki til 34 verkefna í seinni úthlutun Myndlistarsjóðs á þessu ári. Sjóðnum bárust 84 umsóknir og sótt var alls um 63,6 millj. kr.
Styrkir til sýningarverkefna voru 25 talsins að heildarfjárhæð 2,24 millj.kr., þar af fóru 14 styrkir til minni sýningarverkefna og 11 styrkir til stærri sýningarverkefna. Stærstu styrkina að þessu sinni hlutu Kling og Bang fyrir sýningarröð fjögurra ungra listamanna sem munu halda sína fyrstu einkasýningu í sýningarrými þeirra á árinu 2018 og Steinunn Önnudóttir fyrir sýningarröðina “Við endimörk alvarleikans” sem er önnur af tveimur sýningarröðum Harbinger á árinu 2018. Bæði verkefnin hljóta styrk að upphæð 1,5 millj. kr.
Þar að auki veitir Myndlistarráð fjóra undirbúningsstyrki að heildarupphæð 1,56 millj. kr., fjóra útgáfu- og rannsóknarstyrki að heildarupphæð 2,6 millj. kr. og einn styrk til annarra verkefna að upphæð 600 þús. kr.
Hlutverk Myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir Myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem mennta- og menningarmálaráðherra setur. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögur að úthlutun.
Myndlistarráð sem úthlutar að þessu sinni er þannig skipað:
Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður Myndlistarráðs,
Guðni Tómasson f.h. Listfræðifélagsins,
Dagný Heiðdal f.h. Listasafns Íslands og
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir f.h. SÍM.
Eftirfarandi verkefni hljóta verkefnastyrki úr sjóðnum 2017:
Styrkir til útgáfu og rannsókna
Styrkþegi | Verkefni | Upphæð |
---|---|---|
Birta Guðjónsdóttir | Sjónháttafræði / Visiology – útgáfa um hugmyndafræði og listsköpun Bjarna H. Þórarinssonar | 1000000 |
Jón Bergmann Kjartansson | Hreinn hryllingur | 500000 |
Safnasafnið | Árátta – Hughrif – Hughvörf | 500000 |
Styrmir Örn Guðmundsson | W.A.I.D.W.M.L. vínylplata og bók | 600000 |
Undirbúningsstyrkir
Styrkþegi | Verkefni | Upphæð |
---|---|---|
Erin Honeycutt | Baroque Beekeeping | 400000 |
Gunnhildur Hauksdóttir | Eshkol-Wachman og Labanotation rannsókn | 400000 |
Nýlistasafnið | Undirbúningsstyrkur fyrir 40 ára afmælissýningu Nýlistasafnsins | 500000 |
Staðir | Staðir | 260000 |
Styrkir til minni sýningarverkefna
Styrkþegi | Verkefni | Upphæð |
---|---|---|
Ásgerður Birna Björnsdóttir | Verk á Sequences Viii | 200000 |
Borghildur Indriðadóttir | Democrazy | 220000 |
Bryndís Hrönn Ragnarsdottir | Darkness speaks to a bush of flowers- Gjörningur í dispersed holdings, New York. | 100000 |
Gjörningaklúbburinn | Love Songs | 400000 |
Guðmundur Thoroddsen | Einkasýning í Hverfisgallerí | 200000 |
Helena Aðalsteinsdóttir | Verk á Sequences Viii | 170000 |
Katrín Inga Hjördísardóttir | High Line Channel NY | 100000 |
Kristbergur Óðinn Pétursson | Einkasýning í Gerðubergi | 125000 |
Margrét Bjarnadóttir | Orðið Á Götunni | 200000 |
Marta María Jónsdóttir | Um Snúning Himintunglanna | 200000 |
Ósk Vilhjálmsdóttir | Hamfarir: Austur Vestur | 400000 |
Sigurður Atli Sigurðsson | Prám Studios | 125000 |
Una Sigtryggsdóttir | Þrjár Hreyfingar | 200000 |
Þorvaldur Jónsson | Einkasýning í Listamenn Gallerí | 300000 |
Styrkir til stærri sýningarverkefna
Styrkþegi | Verkefni | Upphæð |
---|---|---|
Annabelle von Girsewald | Earth Homing | 900000 |
Guðjón Ketilsson | Einkasýningar í Listasafni Reykjanesbæjar og Wind & Weather gallery í Reykjavík | 700000 |
Hekla Dögg Jónsdóttir | Evolvement | 1000000 |
Hulda Rós Guðnadóttir | Künstlerhaus Bethanien | 600000 |
Katrín Agnes Klar | Sýning Katrínar Agnesar Klar & Lukasar Kindermann í Nýlistasafninu | 500000 |
Kling og Bang | Fjórar einkasýningar ungra listamanna í Kling og Bang | 1500000 |
Listasafn Reykjavíkur | Stór Ísland | 600000 |
Magnús Tumi Magnússon | Samsýningin Nasasjón, Städtische Galerie Speyer | 700000 |
Orri Jónsson | Words are trains for moving past what really has no name | 600000 |
Skaftfell | Vetrarsýning Skaftfell 2017 | 700000 |
Steinunn Önnudóttir | Við endimörk alvarleikans | 1500000 |
Aðrir Styrkir
Styrkþegi | Verkefni | Upphæð |
---|---|---|
Gústav Geir Bollason | Mannvirki | 600000 |