Myndlistarsjóður

Seinni úthlutun úr Myndlistarsjóði 2018

Myndlistarráð úthlutar 18 millj. kr. í styrki til 46 verkefna í seinni úthlutun sjóðsins á þessu ári. Sjóðnum bárust 144 umsóknir og sótt var um alls 106,4 millj. kr.

 

Styrkir til sýningarverkefna eru 34 talsins að heildarupphæð 12,6 millj.kr., þar af fara 27 styrkir til minni sýningarverkefna og 7 styrkir til stærri sýningarverkefna. Stærsta styrkinn, að upphæð 2 millj. kr., hlýtur Ólöf Nordal til þátttöku í Skúlptúr tvíæringnum í Vancouver og Annabel von Girsewald hlýtur styrk að upphæð 1 millj. kr. fyrir verkefnið Terminal, samsýningu myndlistarmanna í Berlín og á Íslandi.

 

Þar að auki veitir myndlistarráð 4 undirbúningsstyrki að heildarupphæð 1,4 millj. kr., 7 útgáfu- og rannsóknarstyrki að heildarupphæð 3,8 millj. kr. Eitt verkefni hlýtur styrk til annarra verkefna, að upphæð 200 þúsund kr.

 

Hlutverk Myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem menntamálaráðherra setur. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun.

 

Myndlistarráð sem úthlutar að þessu sinni er skipað:

Margréti Kristínu Sigurðardóttir, formanni myndlistarráðs, Guðna Tómassyni f.h. listfræðifélagsins, Dagný Heiðdal f.h. Listasafns Íslands, Guðrúnu Erlu Geirsdóttur f.h. SÍM og Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur f.h. SÍM

 

Eftirfarandi verkefni hljóta verkefnastyrki úr sjóðnum 2018:

 

 

Styrkir til útgáfu og rannsókna

Artzine Vefrit 760.000 kr Artzine – Vefrit um samtímalist á Íslandi
Ásta Ólafsdóttir 400.000 kr FISKUR OG SULTA / FISH AND JAM.  Bókverk eftir Ástu Ólafsdóttur
Erin Honeycutt 300.000 kr Sensible Structures Exhibition Publication
Halla Hannesdóttir 300.000 kr 498 seconds
Sara Riel 400.000 kr Automatic/ Sjálfvirk : Bók, rafbók og sýningarskrá
Sigurður Árni Sigurðsson 400.000 kr Leiðréttingar
Verksmiðjan á Hjalteyri 1.200.000 kr Verksmiðjan á Hjalteyri, útgáfa

 

Undirbúningsstyrkir og aðrir styrkir

 

Erin Honeycutt 500.000 kr Lítils háttar væta – stafræn öld vatnsberans
Listasafnið Safnasafnið 200.000 kr Rúna Þorkelsdóttir, Blómin spretta: grafík, bókverk, tíska
Nýlistasafnið Nýló 500.000 kr Sumarsýning Nýlistasafnsins 2019
Ólöf Nordal 240.000 kr Undirbúningur fyrir  Vancouver Biennale

 

 

Styrkir til minni sýningarverkefna

 

Anna Líndal 250.000 kr Geographies of Imagination
Anna Rún Tryggvadóttir 400.000 kr Earth-Bodies
Arnar Ásgeirsson 200.000 kr More Soap
Erla Haraldsdóttir 250.000 kr Fjölskyldumynstur / Patterns of the family
Erna Elínbjörg Skúladóttir 100.000 kr Transitions, opnunarsýning, Kunstmuseet i Norr
Fritz Hendrik Berndsen 200.000 kr Unboxing / Upptaka
Guðmundur Thoroddsen 200.000 kr Einkasýning í Hafnarborg, stóra sal.
Hildur Ása Henrýsdóttir 200.000 kr Einkasýning í Listasal Mosfellsbæjar
Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir 250.000 kr Einkasýning í Aip Galerij, Hoboken, Belgíum
Katharina Wendler 250.000 kr __in conversation with__ / EXCHANGE ReykjavikBerlin
Leifur Ýmir Eyjólfsson 200.000 kr // Handrit // Einkasýning í D-sal, Hafnarhúsi LR
Nikulás Stefán Nikulásson 200.000 kr Ertu ekki að grínast í mér. Gjörningur og innsetning í Open
Ráðhildur S. Ingadóttir 250.000 kr „Iður/Vortex“ 1998 til 2018
Sæmundur Þór Helgason 200.000 kr Solar Plexus Pressure Belt™ – einkasýning í Unit 110 í New York
Sigrún Gyða 100.000 kr Graf
Theresa Himmer 200.000 kr Stjarnaborg
Una Margrét Árnadóttir 200.000 kr „Kossar“ Sýning í Harbinger
Þórdís Erla Zoega 100.000 kr Hissa // Perplex
Björk Viggósdóttir 300.000 kr Listaverkið Connections / Cycle Music and Art Festival
Habby Ósk 200.000 kr Einkasýning í Hofi Akureyri og í Bushwick South, Sydney, Ástralíu
Hannes Lárusson 400.000 kr TURFICTION (turf+fiction)
Helgi Þórsson 200.000 kr Einkasýning í Antwerpen
Íslensk grafík 100.000 kr 1969-2019 Íslensk Grafík 50 ára
Jón Bergmann Kjartansson – Ransu 450.000 kr Fullt af litlu fólki
Nína Óskarsdóttir 200.000 kr Sugar Wounds – samsýning
Ólafur Sveinn Gíslason 450.000 kr Sýningin Huglæg rými í Listasafni Árnesinga
Skaftfell myndlistarmiðstöð 300.000 kr Hvít sól – haustsýning Skaftfells 2018

 

 

Styrkir til stærri sýningarverkefna

Annabelle von Girsewald 1.000.000 kr Terminal
Elísabet Brynhildardóttir 700.000 kr Desiring Solid Things, sýning þriggja listamanna og útgáfa
Harbinger 600.000 kr Sýningarröðin VERA í Harbinger 2019.
Nýlistasafnið Nýló 700.000 kr Bjarki Bragason & Kolbeinn Hugi Höskuldsson í Nýló
Ólöf Nordal 2.000.000 kr Soddy. Vancouver Biennale 2018-2020
Rósa Gísladóttir 700.000 kr Einkasýning í Berg Contemporary
Sara Björnsdóttir 550.000 kr It’s happening now

 

Í matsnefnd úthlutunar sátu:

Eirún Sigurðardóttir, Finnbogi Pétursson , Guðrún Erla Geirsdóttir, Hlynur Helgason, Ingibjörg Gunnlaugsdóttur og Jóna Hlíf Halldórsdóttir