Myndlistarsjóður

Seinni úthlutun úr myndlistarsjóði 2019

Nýskipað myndlistarráð úthlutar 21,6 millj. kr. í styrki til 68 verkefna í síðari úthlutun sjóðsins á þessu ári. Sjóðnum bárust 142 umsóknir og sótt var um alls 99,8 millj. kr.

 

Styrkir til sýningarverkefna eru 45 talsins að heildarupphæð 14,7 millj.kr., þar af fara 28 styrkir til minni sýningarverkefna og 17 styrkir til stærri sýningarverkefna. Verkefnin eru fjölbreytt og telja einkasýningar, samsýningar og sýningarraðir íslenskra listamanna um allt land sem og utan landssteinanna.

 

Stærsta styrkinn í flokki sýninga, að upphæð 1 millj. kr, hlýtur Erling T.V Klingenberg vegna fyrirhugaðrar sýningar listamannsins í Kling & Bang og Nýlistasafninu. Þá hlýtur Kling & Bang í Marshallhúsinu styrk, vegna sýningarraðar fjögurrra einkasýninga ungra listamanna, að upphæð 900 þúsund kr sem og listahátíðirnar Seqeucences IX myndlistarhátíð og Ferskir vindar í Suðurnesjabæ sem hljóta hvor um sig 800 þúsund kr.

 

Í öðrum flokkum eru veittir 9 undirbúningsstyrkir að heildarupphæð 2,05 millj. kr., 11 útgáfu- og rannsóknarstyrki að heildarupphæð 4,1 millj. kr og þrír styrkir í flokki annarra verkefna að heildarupphæð 750 þúsund kr. Í flokki útgáfu og rannsókna hlýtur Rúrí stærstan styrk, að upphæð 1 millj.kr, vegna útgáfu yfirlitsbókar um gjörninga listakonunnar frá árinu 1974 til 2020.

 

Hlutverk Myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem mennta- og menningarmálaráðherra setur. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun.

 

 

Myndlistarráð sem úthlutar að þessu sinni er skipað:

Helga Þorgils Friðjónssyni, formanni myndlistarráðs, Dagnýju Heiðdal f.h. Listasafns Íslands, Hannesi Sigurðssyni f.h. listfræðifélagsins, Guðrúnu Erlu Geirsdóttur f.h. SÍM og Hlyni Helgasyni f.h. SÍM

 

Í matsnefnd úthlutunar sátu:

Guðrúnu Erla Geirsdóttir, Hlynur Helgason, Ingvar Högni Jónsson, Kristján Steingrímur Jónsson, Ragnheiður Gestsdóttir, Ragnheiður Pálsdóttir.

 

 

Eftirfarandi verkefni hljóta verkefnastyrki úr sjóðnum 2019:

 

 

Styrkir til útgáfu og rannsókna

 

Artzine.ehf
600.000 kr
Vefrit um samtímalist á Íslandi
Eva Ísleifsdóttir
300.000 kr
THE FEMININE SUBLIME
Guðrún Arndís Tryggvadóttir
300.000 kr
Lífsverk – Ámundasaga (vinnuheiti)
Gudrún Hrönn Ragnarsdóttir
100.000 kr
Lög / Layers
Hildigunnur Birgisdóttir
200.000 kr
Bók um og yfir litla konu
Húbert Nói
500.000 kr
Bók-Höfundarverk
Hulda Stefánsdóttir
200.000 kr
Time Map
Listasafnið Safnasafnið
650.000 kr
Sölvi Helgason
Ragnheiður Maísól
150.000 kr
Hvít sól, bókverk
ISELP
100.000 kr
Guðny Rósa Ingimarsdóttir, monographic publication
Rúrí (Þuríður Rúrí Fannberg)
1.000.000 kr
RÚRÍ GJÖRNINGAR / PERFORMANCES 1974 – 2020

 

 

Undirbúningsstyrkir og aðrir styrkir

 

Anna Rún Tryggvadóttir
200.000 kr
„Irrevocable“
Ásta Ólafsdóttir
300.000 kr
Yfirlitssýning á verkum Ástu Ólafsdóttur
Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir
200.000 kr
Handbragð
Katrín Helga Andrésdóttir
250.000 kr
LUnatic thirST
Leifur Ýmir Eyjólfsson
250.000 kr
Handrit II
Myndhöggvarfélagið í Reykjavík
500.000 kr
Hjólið III — Grafarvogur
OPEN
150.000 kr
OPEN – Reykjavík – Ramallah
Orri Jónsson
250.000 kr
MIRA!
Sequences myndlistarhátíð
250.000 kr
Sequences – vefur, heimildir og miðlun
Úlfur Karlsson
100.000 kr
Omnivoures II
Unnar Örn Auðarson
100.000 kr
URBAN ALMANAK
Þóra Sigurðardóttir
250.000 kr
K.Th.

 

 

Styrkir til minni sýningarverkefna

 

Áslaug Thorlacius
  200.000 kr
Sýning á verkum Hjálmars Stefánssonar
Bjargey Ólafsdóttir
150.000 kr
Afmælissýning Landverndar, Norræna húsinu
Björk Viggósdóttir
200.000 kr
Hringrás samhljóma yfirtóna / The Circle of Harmonic Overtone /
Erin Honeycutt
200.000 kr
Litils Háttar Væta – Stafræn Öld Vatberans / Mild Humidity – The (Digital) Age of Aquarius
Erna Elínborg Skúladóttir
200.000 kr
Archives, verk á sýningunni NORTH, Listasafni Árnesinga
Fritz Hendrik Berndsen
200.000 kr
Kjarnhiti / Core Temperature
Gjörningaklúbburinn
300.000 kr
The Tour, gjörningur
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir
100.000 kr
Einkasýning
Guðrún Benónýsdóttir
100.000 kr
„Suggested spaces“, samsýning í Berlín
Gylfi Sigurðsson
100.000 kr
Gefst upp
Halldór Ragnarsson
200.000 kr
Einkasýning í Menningarhúsinu Hofi
Hallgerður Hallgrímsdóttir
100.000 kr
A Few Thoughts on Photography – Vol. II
Hildur Bjarnadóttir
200.000 kr
Einkasýning í gallerí Soft í Osló.
Ívar Glói Gunnarsson
100.000 kr
Einkasýning á Sequences IX
Jón Sigurpálsson
200.000 kr
Gjörningar
Karlotta Blöndal
100.000 kr
Verk fyrir Sequences IX
Kristín Gunnlaugsdóttir
200.000 kr
Sýning í Genf vegna Jafnréttisdaga Sameinuðu þjóðanna.
OPEN
250.000 kr
OPEN – Reykjavík – Ramallah
Páll Björnsson
200.000 kr
Loforð um landslag
Ragnhildur Jóhanns
100.000 kr
The Complete Atlas of Astrology á sýningu í London
Rakel McMahon
200.000 kr
PUSHING THE FEELING
Sæmundur Þór Helgason
250.000 kr
Vapour Products: Solar Plexus Pressure Belt™ BETA, tvær einkasýningar í Shanghai
Serge Comte
200.000 kr
Zoolitude
Sigurður Atli Sigurðsson
100.000 kr
Lágmyndir
Styrmir Örn Guðmundsson
200.000 kr
Þrettándi Mánuðurinn – einkasýning,
BERG Contemporary
Una Björg Magnúsdóttir
150.000 kr
Einkasýning
Unnur Andrea Einarsdóttir
150.000 kr
The Darknet spa
Þórdís Erla Zoega
100.000 kr
Underground solution

 

 

Styrkir til stærri sýningarverkefna

 

Amanda Riffo
250.000 kr
ELASTIC STRESS
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir
600.000 kr
Einkasýning í Neskirkju og Loftskeytastöð
Claudia Hausfeld
700.000 kr
Latent Shadow, Harbinger
Daria Sól Andrews
400.000 kr
Extinction, Hafnarborg
Erin Honeycutt
400.000 kr
FLURR – samsýning, Berlín
Erling T.V. Klingenberg
1.000.000 kr
Ein sýning, tveir staðir, ný og eldri verk,
Kling & Bang og Nýlistasafninu
Ferskir vindar
800.000 kr
Ferskir vindar – samsýning, Suðurnesjabæ
Freyja Eilíf
400.000 kr
Holdgervi
Guðný Rósa Ingimarsdóttir
500.000 kr
Einkasýning í ISELP, Brussel
Kling & Bang
900.000 kr
Sýningaröð: fjórar einkasýningar ungra listamanna
Listasafn Reykjavíkur
500.000 kr
Birgir Andrésson – Í íslenskum litum
Listasafnið á Akureyri
500.000 kr
A! Gjörningahátíð / A! Performance Festival 2019
Melanie Ubaldo
500.000 kr
Þau sem eru úti – samsýning, Kling & Bang
Nýlistasafnið
600.000 kr
Einkasýning Katie Paterson, Nýlistasafninu
Ólöf Nordal
600.000 kr
Úngl – yfirlitssýning með nýjum verkum, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni
Sequences myndlistarhátíð
800.000 kr
Í alvöru – Sequences IX
Sigurður Guðjónsson
500.000 kr
Einkasýning