Myndlistarsjóður

Seinni úthlutun úr myndlistarsjóði 2022

Myndlistarsjóður hefur lokið við seinni úthlutun fyrir árið 2022. Sjóðnum bárust 162 umsóknir og alls var sótt um tæplega 150 milljónir króna. Úthlutað var að þessu sinni 47 milljónum króna til 69 fjölbreyttra verkefna í formi undirbúnings, rannsókna, útgáfu og sýninga. Árangurshlutfall umsókna var að meðaltali 31% og hægt var að sækja um 70% af heildarkostnaðaráætlun.

Listi yfir styrkþega er aðgengilegur hérna: www.myndlistarsjodur.is/uthlutanir/